NFL: Nóg af óvæntum úrslitum - Arizona vann New England á Gillette-vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2012 10:30 Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Mynd/Nordic Photos/Getty Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum í ameríska fótboltanum og fjörið var mikið í gær þegar fullt af athyglisverðum leikjum fóru fram í deildinni. Fimm félög hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en það eru Houston Texans, San Diego Chargers, Philadelphia Eagles, Arizona Cardinals og San Francisco 49'ers. Nú eiga líka bara sex félög eftir að vinna leik en það eru New Orleans Saints, Cleveland Browns, Jacksonville Jaguars, Tennessee Titans, Kansas City Chiefs and Oakland Raiders. New England Patriots tapaði mjög óvænt 18-20 á heimavelli á móti Arizona Cardinals í gær en Tom Brady og félagar voru í miklum vandræðum á Gillette-vellinum. Sparkarinn Stephen Gostkowski átti þó möguleika að vinna leikinn í lokin en mistókst að skora 42 jarda vallarmark. New Orleans Saints er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum en félagið gekk í gegnum mikinn ólgusjó fyrir tímabilið og missti þjálfara sinn meðal annars í bann eftir að upp komst um að leikmenn liðsins fengu bónusgreiðslur fyrir að meiða andstæðinga sína. Þetta mál hefur augljóslega haft mikil áhrif en Saints-liðið tapaði 27-35 á móti Carolina Panthers í gær. Michael Vick og félagar í Philadelphia Eagles eru aftur á móti búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína með einu marki eftir 24-23 sigur á Baltimore Ravens í gær og það þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa níu boltum í þessum tveimur hnífjöfnum leikjum. Eli Manning, leikstjórnandi New York Giants, varð aðeins þrettándi maðurinn í sögu NFL-deildarinnar til að kasta yfir 500 jarda í einum leik þegar meistarar New York Giants unnu 41-34 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Manning byrjaði leikinn illa en leiddi sína menn til sigurs í seinni hálfleik. Nýliðinn Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, vann sinn fyrsta leik í gær þegar liðið hans fagnaði 23-20 sigri á móti Minnesota Vikings. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, féll í skuggann af Robert Griffin III um síðustu helgi en Griffin var valinn annar. Griffin fór á kostum með Washington Redskins í sigri í fyrsta leik en varð að sætta sig við fyrsta tapið á NFL-ferlinum í gær þegar R tapaði 28-31 á móti St Louis Rams. Griffin skilaði samt flottum tölum annan leikinn í röð og er til alls líklegur á tímabilinu. Dallas Cowboys liðið vann góðan sigur á meisturum New York Giants í fyrstu umferð en fékk hinsvegar skell á móti Seattle Seahawks, 7-27, í gær. Umferðinni líkur síðan í kvöld þegar Atlanta Falcons tekur á móti Peyton Manning og félögum í Denver Broncos en bæði liðin unnu sinn leik í fyrstu umferðinni.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: New York Giants-Tampa Bay Buccaneers 41-34 Carolina Panthers-New Orleans Saints 35-27 New England Patriots-Arizona Cardinals 18-20 Indianapolis Colts-Minnesota Vikings 23-20 Philadelphia Eagles-Baltimore Ravens 24-23 Buffalo Bills-Kansas City Chiefs 35-17 Cincinnati Bengals-Cleveland Browns 34-27 Jacksonville Jaguars-Houston Texans 7-27 Miami Dolphins-Oakland Raiders 35-13 Seattle Seahawks-Dallas Cowboys 27-7 St. Louis Rams-Washington Redskins 31-28 Pittsburgh Steelers-New York Jets 27-10 San Diego Chargers-Tennessee Titans 38-10 San Francisco 49Ers-Detroit Lions 27-19 NFL Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Það hefur verið nóg af óvæntum úrslitum í fyrstu tveimur umferðunum í ameríska fótboltanum og fjörið var mikið í gær þegar fullt af athyglisverðum leikjum fóru fram í deildinni. Fimm félög hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en það eru Houston Texans, San Diego Chargers, Philadelphia Eagles, Arizona Cardinals og San Francisco 49'ers. Nú eiga líka bara sex félög eftir að vinna leik en það eru New Orleans Saints, Cleveland Browns, Jacksonville Jaguars, Tennessee Titans, Kansas City Chiefs and Oakland Raiders. New England Patriots tapaði mjög óvænt 18-20 á heimavelli á móti Arizona Cardinals í gær en Tom Brady og félagar voru í miklum vandræðum á Gillette-vellinum. Sparkarinn Stephen Gostkowski átti þó möguleika að vinna leikinn í lokin en mistókst að skora 42 jarda vallarmark. New Orleans Saints er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum en félagið gekk í gegnum mikinn ólgusjó fyrir tímabilið og missti þjálfara sinn meðal annars í bann eftir að upp komst um að leikmenn liðsins fengu bónusgreiðslur fyrir að meiða andstæðinga sína. Þetta mál hefur augljóslega haft mikil áhrif en Saints-liðið tapaði 27-35 á móti Carolina Panthers í gær. Michael Vick og félagar í Philadelphia Eagles eru aftur á móti búnir að vinna tvo fyrstu leiki sína með einu marki eftir 24-23 sigur á Baltimore Ravens í gær og það þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa níu boltum í þessum tveimur hnífjöfnum leikjum. Eli Manning, leikstjórnandi New York Giants, varð aðeins þrettándi maðurinn í sögu NFL-deildarinnar til að kasta yfir 500 jarda í einum leik þegar meistarar New York Giants unnu 41-34 sigur á Tampa Bay Buccaneers. Manning byrjaði leikinn illa en leiddi sína menn til sigurs í seinni hálfleik. Nýliðinn Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, vann sinn fyrsta leik í gær þegar liðið hans fagnaði 23-20 sigri á móti Minnesota Vikings. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, féll í skuggann af Robert Griffin III um síðustu helgi en Griffin var valinn annar. Griffin fór á kostum með Washington Redskins í sigri í fyrsta leik en varð að sætta sig við fyrsta tapið á NFL-ferlinum í gær þegar R tapaði 28-31 á móti St Louis Rams. Griffin skilaði samt flottum tölum annan leikinn í röð og er til alls líklegur á tímabilinu. Dallas Cowboys liðið vann góðan sigur á meisturum New York Giants í fyrstu umferð en fékk hinsvegar skell á móti Seattle Seahawks, 7-27, í gær. Umferðinni líkur síðan í kvöld þegar Atlanta Falcons tekur á móti Peyton Manning og félögum í Denver Broncos en bæði liðin unnu sinn leik í fyrstu umferðinni.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: New York Giants-Tampa Bay Buccaneers 41-34 Carolina Panthers-New Orleans Saints 35-27 New England Patriots-Arizona Cardinals 18-20 Indianapolis Colts-Minnesota Vikings 23-20 Philadelphia Eagles-Baltimore Ravens 24-23 Buffalo Bills-Kansas City Chiefs 35-17 Cincinnati Bengals-Cleveland Browns 34-27 Jacksonville Jaguars-Houston Texans 7-27 Miami Dolphins-Oakland Raiders 35-13 Seattle Seahawks-Dallas Cowboys 27-7 St. Louis Rams-Washington Redskins 31-28 Pittsburgh Steelers-New York Jets 27-10 San Diego Chargers-Tennessee Titans 38-10 San Francisco 49Ers-Detroit Lions 27-19
NFL Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira