Kex Hostel hefur heldur betur stimplað sig inn í skemmtanalíf landans en fyrir helgi var útvöldum fastagestum boðið að smakka nýjan matseðil staðarins.
Troðfullt var í Gym og tonic-sal hostelsins og hver einasti réttur á matseðli var á boðstólum.
Ekki var annað að sjá en að nýr matseðill legðist vel í gestina sem röðuðu í sig af hlaðborðinu.
Þar mátti sjá mörg kunnugleg andlit á borð við Ragnhildi Gísladóttur, Birki Kristinsson, Ríkharð Daðason og Þóreyju Vilhjálmsdóttur.
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson lét sig ekki vanta í boðið sem og borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson.
- bþh, - áp
Matarboð á Kex
