Íslenski boltinn

Helena tekur við Val af Gunnari

Helena Ólafsdóttir var í kvöld ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val og tekur hún við starfinu af Gunnari Rafni Borgþórssyni. Gunnar Rafn tók við Val árið 2010 og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra.

Helena er einn reyndasti þjálfari landsins og var síðast á mála hjá FH. Hún hætti þar í júlí síðastliðnum. Helena hefur áður verið þjálfari Vals en hún stýrði liðinu frá 2002 til 2003.

Helena var einnig landsliðsþjálfari á sínum tíma en henni er nú ætlað að móta nýtt og ungt Valslið sem hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildar kvenna á síðastliðnu tímabili.

Fyrr í dag var tilklynnt að Gunnar Rafn væri hættur þjálfun Valsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×