Frostrósir hafa fengið góðan liðstyrk fyrir næstu jólavertíð því söngvarinn Þór Breiðfjörð, sem fékk Grímuverðlaunin fyrir frammistöðu sína í Vesalingunum, hefur bæst í hópinn. Hann verður því einn af aðalsöngvurum þessa vinsæla sönghóps fyrir næstu jól.
Þór hefur í nógu að snúast því auk þess að sinna hinum ýmsu söngverkefnum er hann að undirbúa einsöngsplötu og hefjast upptökur um miðjan september. Útsetjari er Þórir Baldursson og verður platan tilbúin um miðjan október.
- fb
Þór syngur með Frostrósum

Mest lesið




Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju
Lífið samstarf


Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september
Lífið samstarf



