Sport

Varð heimsmeistari unglinga í réttstöðulyftu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni.
Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni. Mynd/Facebook-síða Júlíans
Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, varð um helgina heimsmeistari unglinga í réttstöðulyftu á HM unglinga í kraftlyftingum sem fór fram um helgina. Heimasíða Ármanns greinir frá þessu.

Fram kemur að Júlían hafi verið meiddur í aðdraganda mótsins en engu að síður hafði hann náð að setja tvö Íslandsmet unglinga í bekkpressu og vinna gull í réttstöðulyftu.

Júlían lyfti 315 kg í réttstöðunni. Þá hafði hann lyft 320 kg í hnébeygju og 245 kg í bekkpressu. Hann reyndi við 335 kg í þriðju og síðustu réttstöðulyftu sinni til að reyna að ná yfir 900 kg í samanlögðum árangri en var hársbreidd frá því að ná henni gildri.

Júlían endaði í fimmta sæti í samanlögðum árangri á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×