Karla- og kvennalið Snæfells báru um helgina sigur úr býtum á æfingamótum sem þau tóku þátt í. Karlaliðið fagnaði sigri á Reykjanes Cup og konurnar í Ljósanæturmóti Njarðvíkur.
Strákarnir töpuðu að vísu fyrir Njarðvík í fyrsta leiknum en unnu svo bæði Keflavík og Grindavík í hinum tveimur leikjunum. Grindavík hafnaði svo í öðru sæti.
Njarðvík, Grindavík og Fjölnir tók þátt í Ljósanæturmótinu ásamt Snæfelli. Snæfell vann alla sína leiki og ljóst að liðið mætir með öflugt lið til keppni í Domino's-deildinni í vetur.
Ingi Þór Steinþórsson þjálfar bæði lið.
Snæfell vann tvöfalt um helgina
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið
„Förum ekki fram úr okkur“
Enski boltinn
Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953
Enski boltinn
Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni
Íslenski boltinn