Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, stefnir á að starfa við fjölmiðlun í framtíðinni því hún hefur nú mastersnám í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands.
Edda Sif útskrifaðist í vor með BA-próf í almennum málvísindum. Henni þykir hins vegar ekkert ofboðslega þægilegt að vera með þeim eldri á Háskólatorgi og sá ástæðu til að minnast á það á Twitter í gær.
Edda Sif hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu síðan árið 2007, fyrst sem skrifta. Í byrjun árs var hún ráðin íþróttafréttakona á RÚV og plumar hún sig vel á skjánum. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hennar er Páll Magnússon útvarpsstjóri. Hann hefur lengi starfað í fjölmiðlum.
- fb, bþh
Stefnir á frekari fjölmiðlun

Mest lesið

Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur
Tíska og hönnun






Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju
Lífið samstarf


