Viðskipti erlent

Gazprom til rannsóknar vegna gruns um stórfelld svik

Rússneska orkufyrirtækið Gazprom, sem byggir starfsemi sína öðru fremur á sölu á orku sem unnin er úr jarðgasi, er nú til rannsóknar hjá Evrópusambandinu vegna gruns um að fyrirtækið misnoti markaðsráðandi stöðu sína, einkum í Mið- og Austur-Evrópu. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að grunur sé uppi um að fyrirtækið hafi þrýst söluverðinu upp í gróðaskyni, og með því misnotað markaðsráðandi stöðu sína.

Einkum eru það viðskipti fyrirtækisins í Tékklandi, Búlgaríu, Slóvakíu, Lettlandi, Litháen, Eistlandi og Póllandi sem eru til rannsóknar.

Forsvarsmenn Gazprom hafa brugðist við með því að segjast ekki hafa neitt að fela. Fyrirtækið hafi farið að lögum í einu og öllu.

Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessi mál hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×