Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook, reynir nú að efla trú fjárfesta á samskiptamiðlinum. Hann tilkynnti í dag að hann ætlaði ekki selja hlutabréf sín í fyrirtækinu á næstu misserum. Zuckerberg á nú um 444 milljón hlutabréf í Facebook.
Virði hlutabréfa Facebook hefur beinlínis verið í frjálsu falli frá því að fyrirtækið var skráð á verðbréfamarkað fyrr á árinu. Síðan þá hafa fjárfestar losað sig við hlutabréf í samskiptamiðlinum.
Þar á meðal er Peter Thiel en hann seldi rúmlega tuttugu milljón bréf í síðasta mánuði. Thiel var bakhjarl Facebook þegar vefsíðan sleit barnsskónum.
Svo virðist sem að yfirlýsing Zuckerberg hafi fallið vel í fjárfesta. Sá fáheyrði atburður átti sér stað að virði hlutabréfa Facebook hækkaði kjölfar tilkynningarinnar.
Manchester City
Chelsea