Endurhannaður iPhone væntanlegur 5. september 2012 13:12 Umgjörð iPhone 5 búin til úr heilu álstykki og sem fyrr verður síminn fáanlegur í svörtu og hvítu. mynd/wiki commons Nýr iPhone verður kynntur til leiks í næstu viku. Apple hefur boðað til blaðamannafundar 12. september næstkomandi og þykir það nær öruggt að nýjasta kynslóð snjallsímans verði afhjúpuð. Þó svo að Apple hafi ekki staðfest neitt varðandi hönnun og búnað símans hafa ýmsar upplýsingar um útlit hans og innvols komið fram.„iPhone 5" eða „Nýi iPhone" Þvert á óskir Steve Jobs, guðföðurs Apple, ákvað fyrirtækið að halda ekki í hefðina þegar nýjustu útgáfur iPad spjaldtölvunnar og iPhone voru opinberaðar. Snjallsíminn var kynntur sem iPhone 4S og iPad sem Nýi iPad. Hvað verður þá um iPhone? Staðreyndin er sú að sjötta kynslóð snjallsímans lítur dagsins ljós á miðvikudaginn — það þykir þó afar ólíklegt að Apple muni kynna hann sem iPhone 6. Fyrirtækið mun frekar horfa til neytenda og einfaldlega skýra tækið „iPhone 5."Apple hefur boðað til blaðamannafundar 12. september næstkomandi.mynd/AppleÁl og meira ál Mikið hefur verið rætt um skjástærð iPhone 5. Því hefur verið haldið fram að Apple muni fylgja suður-kóreska raftækjaframleiðandanum Samsung og bjóða upp á mun stærri skjá en áður. Nú er talið að Apple muni sannarlega stækka skjáinn en aðeins á lengdina. Breiddin verður sú sama en hlutföllin önnur. Myndavélin á framhlið símans hefur verið færð og situr hún nú fyrir miðju eða rétt fyrir ofan hátalarann. Þá verður umgjörð iPhone 5 búin til úr heilu álstykki og sem fyrr verður síminn fáanlegur í svörtu og hvítu. Hvað varðar snertiskjáinn mun Apple líklega nýta sér IGZO-tæknina sem Sharp hefur þróað síðustu misseri. Slíkur skjár notar mun minni smára (transistor) en fyrri týpur. Snertiskjárinn eyðir því minni orku og er jafnframt þynnri.mynd&/ilab factoryNýtt stýrikerfi iPhone 5 verður knúinn af iOS 6 stýrikerfinu. Fregnir herma að Apple hafi endurhugsað viðmót kerfisins ásamt því að segja skilið við Google Maps staðsetningarhugbúnaðinn. Þess í stað mun Apple kynna spánýtt kortaviðmót sem notast við upplýsingar frá gervitunglum fyrirtækisins. Þá verður samskiptamiðillinn Facebook gerður að miðlægu forriti í iOS 6, rétt eins og Twitter.Ný tengibraut og aukahlutir úreltir Það lagðist misvel í menn þegar ný tengibraut iPhone snjallsímans var kynnt. Tengið sem um ræðir er margfalt minna en það sem finna má á fyrri útgáfum iPhone, iPod og iPad spjaldtölvunum. Þetta þýðir að aukahlutir sem áður var hægt að nota með iPhone 4S og fyrri útgáfum verða úrelt. Apple og aðrir söluaðilar munu þó að öllum líkindum bjóða upp á spennubreyta fyrir iPhone 5 svo að hægt verði að nota eldri aukahluti. Tækni Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nýr iPhone verður kynntur til leiks í næstu viku. Apple hefur boðað til blaðamannafundar 12. september næstkomandi og þykir það nær öruggt að nýjasta kynslóð snjallsímans verði afhjúpuð. Þó svo að Apple hafi ekki staðfest neitt varðandi hönnun og búnað símans hafa ýmsar upplýsingar um útlit hans og innvols komið fram.„iPhone 5" eða „Nýi iPhone" Þvert á óskir Steve Jobs, guðföðurs Apple, ákvað fyrirtækið að halda ekki í hefðina þegar nýjustu útgáfur iPad spjaldtölvunnar og iPhone voru opinberaðar. Snjallsíminn var kynntur sem iPhone 4S og iPad sem Nýi iPad. Hvað verður þá um iPhone? Staðreyndin er sú að sjötta kynslóð snjallsímans lítur dagsins ljós á miðvikudaginn — það þykir þó afar ólíklegt að Apple muni kynna hann sem iPhone 6. Fyrirtækið mun frekar horfa til neytenda og einfaldlega skýra tækið „iPhone 5."Apple hefur boðað til blaðamannafundar 12. september næstkomandi.mynd/AppleÁl og meira ál Mikið hefur verið rætt um skjástærð iPhone 5. Því hefur verið haldið fram að Apple muni fylgja suður-kóreska raftækjaframleiðandanum Samsung og bjóða upp á mun stærri skjá en áður. Nú er talið að Apple muni sannarlega stækka skjáinn en aðeins á lengdina. Breiddin verður sú sama en hlutföllin önnur. Myndavélin á framhlið símans hefur verið færð og situr hún nú fyrir miðju eða rétt fyrir ofan hátalarann. Þá verður umgjörð iPhone 5 búin til úr heilu álstykki og sem fyrr verður síminn fáanlegur í svörtu og hvítu. Hvað varðar snertiskjáinn mun Apple líklega nýta sér IGZO-tæknina sem Sharp hefur þróað síðustu misseri. Slíkur skjár notar mun minni smára (transistor) en fyrri týpur. Snertiskjárinn eyðir því minni orku og er jafnframt þynnri.mynd&/ilab factoryNýtt stýrikerfi iPhone 5 verður knúinn af iOS 6 stýrikerfinu. Fregnir herma að Apple hafi endurhugsað viðmót kerfisins ásamt því að segja skilið við Google Maps staðsetningarhugbúnaðinn. Þess í stað mun Apple kynna spánýtt kortaviðmót sem notast við upplýsingar frá gervitunglum fyrirtækisins. Þá verður samskiptamiðillinn Facebook gerður að miðlægu forriti í iOS 6, rétt eins og Twitter.Ný tengibraut og aukahlutir úreltir Það lagðist misvel í menn þegar ný tengibraut iPhone snjallsímans var kynnt. Tengið sem um ræðir er margfalt minna en það sem finna má á fyrri útgáfum iPhone, iPod og iPad spjaldtölvunum. Þetta þýðir að aukahlutir sem áður var hægt að nota með iPhone 4S og fyrri útgáfum verða úrelt. Apple og aðrir söluaðilar munu þó að öllum líkindum bjóða upp á spennubreyta fyrir iPhone 5 svo að hægt verði að nota eldri aukahluti.
Tækni Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira