Viðskipti erlent

The Economist: Árangur Obama ekki svo slæmur

Árangur Barack Obama Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum er alls ekki eins slæmur og af er látið að mati tímaritsins The Economist.

The Economist hefur birt ítarlega greiningu á árangri Obama í efnahagsmálum og sér töluvert af jákvæðum punktum hjá forsetanum, raunar meira en af þeim neikvæðu.

Tímaritið bendir á að ekki síðan árið 1933 í kreppunni miklu hafi nokkur forseti Bandaríkjanna tekið við jafnslæmu þjóðarbúi og Obama í upphafi ársins 2009.

Bankakerfi Bandaríkjanna var að hruni komið, tveir af stærstu bílaframleiðendum landsins voru á leið í gjaldþrot, fasteignamarkaðurinn var hruninn og atvinnuleysið jókst verulega. Landsframleiðslan minnkaði um 9% á síðasta ársfjórðungi 2008 sem var mesti samdráttur í hálfa öld.

Tímaritið bendir á að tekist hafi að bjarga bankakerfinu, að vísu með ærnum tilkostnaði, bílaframleiðendurnir eru á góðu skriði, fasteignamarkaðurinn er að taka við sér þótt hægt fari og atvinnuleysið er hætt að aukast.

Hið neikvæða hjá Obama eru einkum ríkisfjármálin, að mati The Economist, sem eru í algerum ólestri m.a. vegna mikilla erlenda skulda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×