Samsung gefur ekkert eftir - kynnir nýja vörulínu 30. ágúst 2012 11:02 Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu vörulínu sína á IFA tækniráðstefnunni í Berlín í gær. Enginn uppgjafartónn er í Samsung, þrátt fyrir slæma niðurstöðu í dómsmáli gegn Apple á dögunum. Samsung hefur lengi vel verið þekkt fyrir tilraunastarfsemi og að fara ótroðnar slóðir. Þetta sannaðist í gær þegar fyrirtækið opinberaði stafræna myndavél sem knúin er af Android-stýrikerfinu, Windows 8 snjallsíma og spjaldtölvu sem knúin er af sérhannaðri útgáfu Windows 8 stýrikerfisins. Þá var einnig ný útgáfa af Galaxy Note kynnt til sögunnar — svokallað snjallbretti — sem er stærri en flestir snjallsímar og minni en nær allar spjaldtölvur.Snjallbretti. Uppfærð útgáfa af Galaxy Note var kynnt í gær.mynd/AFPÞetta eru fyrstu vörurnar sem Samsung kynnir til leiks eftir að fyrirtækið var sektað um milljarð dollara fyrir að hafa brotið á lögum um hugverkavernd. Upphæðin nemur tæpum 123 milljörðum íslenskra króna. Líklegt þykir að Samsung muni áfrýja dóminum. Þá hefur Apple farið fram á lögbann á nokkrum snjallsímum Samsung í Bandaríkjunum. Það skiptir því miklu máli fyrir Samsung að halda í viðskiptavini sína — nýjar og framúrstefnulegar vörur skipta sköpum í þeim efnum. Samsung er nú fyrst farið að finna fyrir raunverulegum áhrifum dómsins. Markaðsvirði fyrirtækisins hrundi þegar markaðir opnuðu á mánudaginn. Þá hefur vefsíðan Gazelle, sem selur notaða farsíma, greint frá því að 50 prósenta aukning hafi orðið í seldum Samsung snjallsímum í þessari viku.Hægt er að sjá myndband frá kynningu Galaxy Note 2 hér fyrir ofan. Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu vörulínu sína á IFA tækniráðstefnunni í Berlín í gær. Enginn uppgjafartónn er í Samsung, þrátt fyrir slæma niðurstöðu í dómsmáli gegn Apple á dögunum. Samsung hefur lengi vel verið þekkt fyrir tilraunastarfsemi og að fara ótroðnar slóðir. Þetta sannaðist í gær þegar fyrirtækið opinberaði stafræna myndavél sem knúin er af Android-stýrikerfinu, Windows 8 snjallsíma og spjaldtölvu sem knúin er af sérhannaðri útgáfu Windows 8 stýrikerfisins. Þá var einnig ný útgáfa af Galaxy Note kynnt til sögunnar — svokallað snjallbretti — sem er stærri en flestir snjallsímar og minni en nær allar spjaldtölvur.Snjallbretti. Uppfærð útgáfa af Galaxy Note var kynnt í gær.mynd/AFPÞetta eru fyrstu vörurnar sem Samsung kynnir til leiks eftir að fyrirtækið var sektað um milljarð dollara fyrir að hafa brotið á lögum um hugverkavernd. Upphæðin nemur tæpum 123 milljörðum íslenskra króna. Líklegt þykir að Samsung muni áfrýja dóminum. Þá hefur Apple farið fram á lögbann á nokkrum snjallsímum Samsung í Bandaríkjunum. Það skiptir því miklu máli fyrir Samsung að halda í viðskiptavini sína — nýjar og framúrstefnulegar vörur skipta sköpum í þeim efnum. Samsung er nú fyrst farið að finna fyrir raunverulegum áhrifum dómsins. Markaðsvirði fyrirtækisins hrundi þegar markaðir opnuðu á mánudaginn. Þá hefur vefsíðan Gazelle, sem selur notaða farsíma, greint frá því að 50 prósenta aukning hafi orðið í seldum Samsung snjallsímum í þessari viku.Hægt er að sjá myndband frá kynningu Galaxy Note 2 hér fyrir ofan.
Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira