Fótbolti

Úrslit og markaskorarar kvöldsins í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Demichelis fagnar marki sínu í kvöld.
Martin Demichelis fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/AFP
Fimm leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og eru lið BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og Málaga frá Spáni í bestum málunum eftir 2-0 sigra á heimavelli. Anderlecht og Maribor töpuðu bæði en skoruðu dýrmætt mark á útivelli og ítalska liðið Udinese náði 1-1 jafntefli við Braga í Portúgal.

Milan Jovanovic, fyrrum leikmaður Liverpool, fékk beint rautt spjald á 75. mínútu og því voru Belgarnir manni færri síðustu fimmtán mínútum leiksins. Anderlecht var þá komið 2-1 undir en náði að halda hreinu tíu á móti ellefu.

Vitaliy Rodionov skoraði bæði mörk Íslandsvinanna í BATE Borisov í 2-0 sigri á Ironi Kiryat Shmona frá Ísrael en seinna markið kom eftir að BATE-liðið var orðið manni fleiri.

Duje Cop skoraði tvö mörk fyrir Dinamo Zagreb og tvö mörk spænska liðsins Málaga á fyrstu 34 mínútunum voru nóg á móti gríska liðinu Panathinaikos.

Seinni leikir liðanna fara fram í næstu viku en það lið sem hefur betur kemst inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Úrslit og markaskorarar í leikjum forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld:

AEL Limassol - Anderlecht 2-1

1-0 Dossa Junior (34.), 1-1 Dieumerci Mbokani (62.), 2-1 Rui Miguel (72.)

BATE Borisov - Ironi Kiryat Shmona 2-0

1-0 Vitaliy Rodionov (29.), 2-0 Vitaliy Rodionov (78.)

Braga - Udinese 1-1

0-1 Dusan Basta (23.), 1-1 Ismaily (68.)

Dinamo Zagreb - Maribor 2-1

1-0 Duje Cop (10.), 1-1 Sjálfsmark (39.), 2-1 Duje Cop (74.)

Málaga - Panathinaikos 2-0

1-0 Martin Demichelis (17.), 2-0 Eliseu (34.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×