Sport

Helgi fánaberi: Ég trúi þessu varla ennþá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frjálsíþróttakappinn Helgi Sveinsson verður fánaberi Íslands á setningarathöfn fjórtánda Ólympíumóts fatlaðra í London í kvöld.

Helgi, sem keppir í fyrsta sinn á Ólympíumóti líkt og íslensku kollegar hans, segir það mikinn heiður að fá að fara fyrir hópnum við athöfnina í kvöld.

„Það gerist ekki betra en að komast inn á Ólympíuleikana og halda á fánanum fyrir mína þjóð. Ég trúi þessu varla ennþá," segir Helgi sem ætlar sér stóra hluti á leikunum.

„Ég hef passað mig að segja ekki of mikið en ég stefni á sæti, stefni á pening. Við verðum að sjá til hvað gerist," segir Helgi en nánar er rætt við Helga í viðtalinu hér fyrir ofan.

Setningarathöfn Ólympíumótsins hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu á Ólympíurás Rúv.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×