Fótbolti

Celtic í Meistaradeildina | Úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Skoska liðinu Celtic tókst í kvöld að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í fjögur ár.

Celtic hafði betur gegn sænska liðinu Helsingborg, 2-0, í kvöld og samanlagt 4-0. Alfreð Finnbogason lék með Helsingborg fyrr í sumar en gekk svo í raðir Heerenveen í Hollandi fyrr í mánuðinum.

Basel komst ekki áfram í riðlakeppnina en liðið komst eftirminnilega í 16-liða úrslit keppninnar á síðsta tímabili eftir að hafa skilið Manchester United eftir í riðlakeppninni. Basel tapaði fyrir rúmenska liðinu Cluj í kvöld, 1-0, og samanlagt 3-1.

Spartak Moskva og Dynamo Kiev eru einnig komin áfram en síðarnefnda liðið sló út þýska liðið Gladbach.

Nú stendur yfir framlenging í viðureign Lille og FC Kaupmannahafnar.

Meistaradeild Evrópu, forkeppni:

CFR Cluj (Rúmeníu) - Basel (Sviss) 1-0 (3-1)

Celtic (Skotlandi) - Helsingborg (Svíþjóð) 2-0 (4-0)

Fenerbahce (Tyrklandi) - Spartak Moskvu (Rússlandi) 1-1 (2-3)

Dynamo Kiev (Úkraínu) - Mönchengladbach (Þýskalandi) 1-2 (4-3)

Lille (Frakklandi) - FC Kaupmannahöfn (Danmörku) 1-0 (1-1) - framlengt

Þessi lið komust áfram í gær:

BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi)

Anderlecht (Belgíu)

Dinamo Zagreb (Króatíu)

Braga (Portúgal)

Malaga (Spáni)

Dregið verður í riðlakeppnina á morgun. 32 lið verða í pottinum og þeim skipt í átta riðla. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×