Norska lögreglan gagnrýnd fyrir viðbrögð við fjöldamorðunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. ágúst 2012 10:43 Aðstandendur þeirra sem létust komu saman 22. júlí síðastliðinn í Útey til að minnast atburðanna. mynd/ afp. Norska lögreglan er harðlega gagnrýnd í svokallaðri 22. júlí skýrslu, sem fjallar um viðbrögð við fjöldamorðunum í Osló og Útey í fyrra. Þá varð Anders Behring Breivik 77 manns að bana. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla og birtu þeir helstu atriði hennar í morgun. Það voru norsk stjórnvöld sem fóru fram á það í fyrra að skýrslan yrði unnin en með henni á að kryfja til mergjar hvernig norsk yfirvöld tóku á málinu. Samkvæmt fréttastofu NTB er lögreglan gagnrýnd harðlega fyrir sinn hlut. Meðal annars er gagnrýnt að lögreglan hafi ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana til þess að stöðva umferð í Osló eftir að sprengingin varð í stjórnarráðshverfinu í Osló. Auk þess segir að tilkynning sem lögreglunni barst um mann, sem mögulega væri á flótta frá Osló, hafi verið allt of lengi í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Fjarskiptamiðstöðin hafi auk þess verið illa mönnuð af fólki sem ekki var þjálfað til að taka ákvarðanir. Einnig er gagnrýnt að fyrstu lögreglumennirnir sem fóru í Útey hafi ekki farið þangað samstundis. Miklar vangaveltur voru um það, þangað til skýrslan var birt í fjölmiðlum, hvort gagnrýni sem í henni fælist yrði tekið alvarlega eða hvort skýrslunni yrði stungið undir stól. Nú þykir víst að ekki sé hægt að hunsa skilaboðin í henni. Skýrslan verður afhent stjórnvöldum á mánudag og verður blaðamannafundur haldinn eftir það. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Norska lögreglan er harðlega gagnrýnd í svokallaðri 22. júlí skýrslu, sem fjallar um viðbrögð við fjöldamorðunum í Osló og Útey í fyrra. Þá varð Anders Behring Breivik 77 manns að bana. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla og birtu þeir helstu atriði hennar í morgun. Það voru norsk stjórnvöld sem fóru fram á það í fyrra að skýrslan yrði unnin en með henni á að kryfja til mergjar hvernig norsk yfirvöld tóku á málinu. Samkvæmt fréttastofu NTB er lögreglan gagnrýnd harðlega fyrir sinn hlut. Meðal annars er gagnrýnt að lögreglan hafi ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana til þess að stöðva umferð í Osló eftir að sprengingin varð í stjórnarráðshverfinu í Osló. Auk þess segir að tilkynning sem lögreglunni barst um mann, sem mögulega væri á flótta frá Osló, hafi verið allt of lengi í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. Fjarskiptamiðstöðin hafi auk þess verið illa mönnuð af fólki sem ekki var þjálfað til að taka ákvarðanir. Einnig er gagnrýnt að fyrstu lögreglumennirnir sem fóru í Útey hafi ekki farið þangað samstundis. Miklar vangaveltur voru um það, þangað til skýrslan var birt í fjölmiðlum, hvort gagnrýni sem í henni fælist yrði tekið alvarlega eða hvort skýrslunni yrði stungið undir stól. Nú þykir víst að ekki sé hægt að hunsa skilaboðin í henni. Skýrslan verður afhent stjórnvöldum á mánudag og verður blaðamannafundur haldinn eftir það.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira