Erlent

Hefði mátt koma í veg fyrir hryðjuverkin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rannsóknarnefnd telur að það hefði mátt koma í veg fyrir hryðjuverkin.
Rannsóknarnefnd telur að það hefði mátt koma í veg fyrir hryðjuverkin. mynd/ afp.
Það hefði mátt koma í veg fyrir hryðjuverkin í Noregi þann 22. júlí í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var stjórnvöldum þar í landi í dag. Eins og kunnugt er varð fjöldamorðinginn Breivik 77 manns að bana. Skýrslan var birt á Netinu klukkan eitt að norskum tíma eða ellefu að íslenskum tíma. Helsta niðurstaðan er sú að með því að beita öryggisráðstöfunum sem norsk yfirvöld höfðu þegar tileinkað sér hefði verið hægt að koma í veg fyrir hryðjuverkin.

Þá kemur fram í skýrslunni að yfirvöld hafi brugðist við að vernda fólk í Útey þennan örlagaríka dag. Lögreglan hefði getað brugðist fyrr við og Breivik hefði getað verið stöðvaður fyrr. Það hefði átt að grípa til frekari öryggisráðstafana þennan dag. Í skýrslunni kemur enn frekar fram að heilbrigðisstarfsfólk og björgunarlið hafi staðið sig vel við björgun fólksins í Útey.



Ítarlega er fjallað um skýrsluna á vef norska blaðsins Aftenposten.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×