Brýnt að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir 16. ágúst 2012 19:05 Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur brýnt að þingsályktunartillaga um forvirkar rannsóknarheimildir fái brautargengi. Hann segir í ljósi tíðinda frá Noregi sé enn brýnna en áður að lögreglan fái heimildir til að bregðast við og uppræta hugsanlega hryðjuverkaógn í fæðingu. Ný skýrsla rannsóknarnefndar um hryðjuverk Anders Behring Breivik í Osló og Útey kemur fram hörð gagnrýni á stjórnvöld og lögregluna í Osló. Skýrslan hefur líka vakið upp spurningar um hvernig íslensk stjórnvöld eru í stakk búin til að glíma við ógn af þessu tagi. Formaður Landssbands lögreglumanna sagði í fréttum Rúv í gær að lögreglan væri langt frá reiðubúin að takast á við ógn af þessu tagi. En lögreglan er vanbúin á fleiri sviðum. Lögreglan hefur ekki forvirkar rannsóknarheimildir, þ.e heimildir til að fylgjast með mönnum sem tengjast skipulögðum glæpahópum eða mönnum sem sýna af sér hegðun sem vekur grunsemdir, t.d við kaup á búnaði. Hér á landi þarf að vera rökstuddur grunur í tilteknu máli, samkvæmt sakamálalögum. Þingsályktunartillaga Sivjar Friðleifsdóttur um heimildir af þessu tagi hlaut afgreiðslu í vor, þrátt fyrir þingstuðning. Birgir Ármannsson, sem var meðflutningsmaður, telur brýnt að tillagan fái brautargengi þegar hún verður flutt í haust. „Varðandi forvirku rannsóknarheimildirnar er alveg ljóst að þær geta skipt máli í svona tilvikum. Þær eru fyrir hendi í nágrannalöndunum í ríkari máli en hér. Við komum ekki í veg fyrir öll svona atvik, en með þeim getum við stoppað atburðarrás af þessu tagi," segir Birgir og nefnir sem dæmi þegar danska lögreglan kom í veg fyrir sprengjuárás á Jyllands Posten fyrir nokkrum árum. „Öryggið verður aldrei 100 prósent en það er verið að auka öryggið með þessum hætti." Alþingi Lögreglan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur brýnt að þingsályktunartillaga um forvirkar rannsóknarheimildir fái brautargengi. Hann segir í ljósi tíðinda frá Noregi sé enn brýnna en áður að lögreglan fái heimildir til að bregðast við og uppræta hugsanlega hryðjuverkaógn í fæðingu. Ný skýrsla rannsóknarnefndar um hryðjuverk Anders Behring Breivik í Osló og Útey kemur fram hörð gagnrýni á stjórnvöld og lögregluna í Osló. Skýrslan hefur líka vakið upp spurningar um hvernig íslensk stjórnvöld eru í stakk búin til að glíma við ógn af þessu tagi. Formaður Landssbands lögreglumanna sagði í fréttum Rúv í gær að lögreglan væri langt frá reiðubúin að takast á við ógn af þessu tagi. En lögreglan er vanbúin á fleiri sviðum. Lögreglan hefur ekki forvirkar rannsóknarheimildir, þ.e heimildir til að fylgjast með mönnum sem tengjast skipulögðum glæpahópum eða mönnum sem sýna af sér hegðun sem vekur grunsemdir, t.d við kaup á búnaði. Hér á landi þarf að vera rökstuddur grunur í tilteknu máli, samkvæmt sakamálalögum. Þingsályktunartillaga Sivjar Friðleifsdóttur um heimildir af þessu tagi hlaut afgreiðslu í vor, þrátt fyrir þingstuðning. Birgir Ármannsson, sem var meðflutningsmaður, telur brýnt að tillagan fái brautargengi þegar hún verður flutt í haust. „Varðandi forvirku rannsóknarheimildirnar er alveg ljóst að þær geta skipt máli í svona tilvikum. Þær eru fyrir hendi í nágrannalöndunum í ríkari máli en hér. Við komum ekki í veg fyrir öll svona atvik, en með þeim getum við stoppað atburðarrás af þessu tagi," segir Birgir og nefnir sem dæmi þegar danska lögreglan kom í veg fyrir sprengjuárás á Jyllands Posten fyrir nokkrum árum. „Öryggið verður aldrei 100 prósent en það er verið að auka öryggið með þessum hætti."
Alþingi Lögreglan Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira