Lögreglu tókst að stöðva tékkneskan Breivik í tæka tíð 19. ágúst 2012 13:27 Heima hjá manninum fundust 400 einingar af skotfærum, auk vopna og einkennisfatnaðar. Úr myndasafni Lögregluyfirvöld í Tékklandi hafa ákært mann sem grunaður er um að skipuleggja hryðjuverkaárásir í landinu svipaðar þeim sem Anders Behring Breivik skipulagði í Osló og Útey 22. júlí í fyrra. Maðurinn, sem er 29 ára, var ákærður fyrir brot á vopnalögum og fyrir að ógna öryggi almennings. Vopn, sprengjur og einkennisklæðnaður lögreglu fannst í íbúð mannsins í borginni Ostrava. Rannsakendur segja að hann hafi notað dulnefnið Breivik í samskiptum við aðra á internetinu. Maðurinn hefur fimm sinnum áður hlotið dóm fyrir afbrot, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Í eitt skiptið fyrir að sprengja upp gamlan trjákofa. Lögreglan leitaði í íbúð mannsins hinn 10. ágúst en fyrst í gær voru upplýsingar veittar um það sem þar fannst. Ráðist var í húsleit í íbúð mannsins eftir að lögreglunni bárust ábendingar um að maðurinn hefði í hyggju að virkja fjarstýrða sprengju sem hann hafði búið til úr loftskeyti sem hann hafði komist yfir. Maðurinn var með fjarstýringuna á sér þegar hann var handtekinn en auk vopna og einkennisfatnaðar lögreglu fundust líka 400 einingar af skotfærum í íbúðinni. Umdæmisstjóri tékknesku lögreglunnar á svæðinu sagði að lögreglan væri að rannsaka möguleg tengsl við Anders Behring Breivik í Noregi og þá hvort maðurinn hafi samsamað sig Breivik á einhvern hátt. Nágrannar mannsins, en nafn hans hefur ekki verið gefið upp, hafa sagt tékkneskum fjölmiðlum að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða, en að hann hafi ekki verið öfgamaður. Frá Noregi er það að frétta að útlit er fyrir að dómur verði kveðinn upp yfir Anders Behring Breivik í næstu viku en þá mun liggja fyrir hvort hann hljóti langan fangelsisdóm eða verði dæmdur til að sæta öryggisgæslu á geðheilbrigðisstofnun til lífstíðar. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Tékklandi hafa ákært mann sem grunaður er um að skipuleggja hryðjuverkaárásir í landinu svipaðar þeim sem Anders Behring Breivik skipulagði í Osló og Útey 22. júlí í fyrra. Maðurinn, sem er 29 ára, var ákærður fyrir brot á vopnalögum og fyrir að ógna öryggi almennings. Vopn, sprengjur og einkennisklæðnaður lögreglu fannst í íbúð mannsins í borginni Ostrava. Rannsakendur segja að hann hafi notað dulnefnið Breivik í samskiptum við aðra á internetinu. Maðurinn hefur fimm sinnum áður hlotið dóm fyrir afbrot, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Í eitt skiptið fyrir að sprengja upp gamlan trjákofa. Lögreglan leitaði í íbúð mannsins hinn 10. ágúst en fyrst í gær voru upplýsingar veittar um það sem þar fannst. Ráðist var í húsleit í íbúð mannsins eftir að lögreglunni bárust ábendingar um að maðurinn hefði í hyggju að virkja fjarstýrða sprengju sem hann hafði búið til úr loftskeyti sem hann hafði komist yfir. Maðurinn var með fjarstýringuna á sér þegar hann var handtekinn en auk vopna og einkennisfatnaðar lögreglu fundust líka 400 einingar af skotfærum í íbúðinni. Umdæmisstjóri tékknesku lögreglunnar á svæðinu sagði að lögreglan væri að rannsaka möguleg tengsl við Anders Behring Breivik í Noregi og þá hvort maðurinn hafi samsamað sig Breivik á einhvern hátt. Nágrannar mannsins, en nafn hans hefur ekki verið gefið upp, hafa sagt tékkneskum fjölmiðlum að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða, en að hann hafi ekki verið öfgamaður. Frá Noregi er það að frétta að útlit er fyrir að dómur verði kveðinn upp yfir Anders Behring Breivik í næstu viku en þá mun liggja fyrir hvort hann hljóti langan fangelsisdóm eða verði dæmdur til að sæta öryggisgæslu á geðheilbrigðisstofnun til lífstíðar.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira