Viðskipti erlent

Hátt í 60.000 störf í boði í norska olíuiðnaðinum

Hátt í 60.000 störf eru nú í boði innan norska olíuiðnaðarins. Sökum þessa hafa norsku olíufélögin ákveðið að opna sérstaka ráðningarskrifstofu í Kaupmannahöfn.

Það sem einkum skortir eru verkfræðingar og fólk sem kann til verka við boranir og annað sem tilheyrir olíuvinnslunni.

Í frétt um málið á vefsíðunni offshore.no segir að Norðmenn geti að stórum hluta kennt sjálfum sér um þennan skort á vinnuafli í olíuvinnslunni þar sem olíufélögin hafi gert lítið í því að ráða til sín unga lærlinga og þjálfa þá upp sem fullgilda starfsmenn á undanförnum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×