Enski boltinn

Andy Carroll ekki í leikmannahópi Liverpool í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll skemmti sér vel í Bandaríkjunum.
Andy Carroll skemmti sér vel í Bandaríkjunum. Mynd/AP
Andy Carroll er ekki í leikmannahópi Liverpool fyrir Evrópudeildarleikinn í Hvíta-Rússlandi á morgun og framtíð hans á Anfield er áfram í óvissu. Carroll var fyrr í vikunni sagður á leið til West Ham á láni en hann vill ekki fara til London og dreymir enn um endurkomu til Newcastle. BBC sagði fyrst frá því að Carroll yrði með í leiknum en dró það síðan til baka.

Brendan Rodgers mun stýra Liverpool í fyrsta sinn í alvöruleik á móti FC Gomel í forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun og þrátt fyrir að vera án lykilmanna hefur Rodgers ákveðið að nota Carroll ekki í leiknum.

Þar sem að þetta er forkeppni Evrópudeildarinnar þó hefði það ekki skipt neinu máli þótt að Carroll spilaði leikinn. Hann má samt sem áður spila Evrópuleik með öðru félagi á þessu tímabili. Newcastle er þegar búið að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Rodgers þarf á framherja að halda því bæði Luis Suarez og Craig Bellamy eru uppteknir á Ólympíuleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×