Sport

Allir badmintonspilararnir átta reknir heim af ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kínverska parið Yu Yang og Wang Xiaoli slær hér vísvitandi í netið.
Kínverska parið Yu Yang og Wang Xiaoli slær hér vísvitandi í netið. Mynd/AP
Alþjóða badmintonsambandið tók hart á óíþróttamannslegri hegðun í badminton-keppni Ólympíuleikanna í London í gærkvöldi því fjögur pör, sem öll voru komin áfram í átta liða úrslit, hafa verið rekin heim.

Badmintonpör fjögur, tvö frá Suður-Kóreu og eitt frá Kína og Indónesíu, reyndu ekki að vinna leiki sína í gær því þau voru öll að reyna að tapa sínum leik til þess að fá léttari andstæðing í átta liða úrslitum.

Spilararnir Meiliana Juahari og Greysia Polii frá Indónesíu, Yu Yang og Wang Xiaoli frá Kína, Jung Kyung-eun og Kim Ha-na frá Suður-Kóreu og Ha Jung-Eun og Kim Min-Jung frá Suður-Kóreu mega ekki taka frekari þátt í leikunum í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×