Ingvar: Þetta var meira í framtíðardraumunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2012 14:00 Ingvar Jónsson. Mynd/Vilhelm „Ég fékk bara að heyra af þessu í gærkvöldi," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar og nú íslenska landsliðsins eftir að Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, valdi hann í hóp sinn fyrir vináttuleik á móti Færeyjum. „Það er gríðarlega skemmtilegt að vera valinn í þennan hóp og fá að æfa með öll bestu leikmönnum Íslands," sagði Ingvar. „Ég hef alltaf stefnt að því að spila með landsliðinu en hef ekkert hugsað um það undanfarið. Þetta var meira í framtíðardraumunum en það er alltaf gaman að komast í hópinn og sjá hvernig þetta er," sagði Ingvar. „Ég hlakka mikið til að æfa með Gunnleifi og Hannesi og læri vonandi af þeim," sagði Ingvar sem fékk á sig þrjú mörk á móti Fylki á mánudaginn þar sem Lars Lagerbäck og aðstoðarmaður hans voru í stúkunni. „Ég bjóst ekki við þessu eftir þann leik ekki síst eftir að ég las það að þeir höfðu verið í stúkunni. Það gera allir mistök og maður lærir bara af þeim," sagði Ingvar. „Þetta er búið að vera nokkuð gott tímabil en ég held að ég eigi enn eftir að toppa. Ég hef samt verið nokkuð stöðugur," sagði Ingvar og hann kann vel við sig í Stjörnuliðinu. „Við erum svona "all in" lið eins og margir segja og hugsum aðallega um sóknina. Það er alltaf gaman á leikjum hjá okkur og alltaf nóg að gera hjá mér. Ég nýt þess að spila með Stjörnunni," sagði Ingvar en framundan er undanúrslitaleikur í Borgunarbikarnum á móti Þrótti í kvöld. „Það er mikilvægur leikur í kvöld. Það væri ekki leiðinlegt að geta haldið upp á landsliðssætið með því að komast í bikarúrslitin. Það er stór dagur í sögu Stjörnunnar í dag og við erum í algjöru dauðafæri að komast í úrslitaleikinn. Vonandi klárum við það dæmi í kvöld," sagði Ingvar. Leikur Stjörnunnar og Þróttar verður í beinni á Stöð 2 Sport en sigurvegarinn tryggir sér sæti í bikarúrslitaleik karla í fyrsta sinn í sögu félagsins. Íslenski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Ég fékk bara að heyra af þessu í gærkvöldi," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar og nú íslenska landsliðsins eftir að Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, valdi hann í hóp sinn fyrir vináttuleik á móti Færeyjum. „Það er gríðarlega skemmtilegt að vera valinn í þennan hóp og fá að æfa með öll bestu leikmönnum Íslands," sagði Ingvar. „Ég hef alltaf stefnt að því að spila með landsliðinu en hef ekkert hugsað um það undanfarið. Þetta var meira í framtíðardraumunum en það er alltaf gaman að komast í hópinn og sjá hvernig þetta er," sagði Ingvar. „Ég hlakka mikið til að æfa með Gunnleifi og Hannesi og læri vonandi af þeim," sagði Ingvar sem fékk á sig þrjú mörk á móti Fylki á mánudaginn þar sem Lars Lagerbäck og aðstoðarmaður hans voru í stúkunni. „Ég bjóst ekki við þessu eftir þann leik ekki síst eftir að ég las það að þeir höfðu verið í stúkunni. Það gera allir mistök og maður lærir bara af þeim," sagði Ingvar. „Þetta er búið að vera nokkuð gott tímabil en ég held að ég eigi enn eftir að toppa. Ég hef samt verið nokkuð stöðugur," sagði Ingvar og hann kann vel við sig í Stjörnuliðinu. „Við erum svona "all in" lið eins og margir segja og hugsum aðallega um sóknina. Það er alltaf gaman á leikjum hjá okkur og alltaf nóg að gera hjá mér. Ég nýt þess að spila með Stjörnunni," sagði Ingvar en framundan er undanúrslitaleikur í Borgunarbikarnum á móti Þrótti í kvöld. „Það er mikilvægur leikur í kvöld. Það væri ekki leiðinlegt að geta haldið upp á landsliðssætið með því að komast í bikarúrslitin. Það er stór dagur í sögu Stjörnunnar í dag og við erum í algjöru dauðafæri að komast í úrslitaleikinn. Vonandi klárum við það dæmi í kvöld," sagði Ingvar. Leikur Stjörnunnar og Þróttar verður í beinni á Stöð 2 Sport en sigurvegarinn tryggir sér sæti í bikarúrslitaleik karla í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira