Phelps kominn með tuttugu Ólympíuverðlaun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. ágúst 2012 19:33 Nordicphotos/Getty Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í kvöld. Hann varð um leið fyrsti karlmaðurinn til þess að sigra í sömu greininni þrenna leika í röð. Phelps kom í mark á tímanum 1:54.27 mínútum en í öðru sæti varð landi hans Ryan Lochte á 1:54.90 mínútum. Phelps varð í vikunni sigursælasti Ólympíufarinn í sögunni þegar hann vann til sinna nítjándu verðlauna á Ólympíuleikum. Því má segja að Phelps sé farinn að auka forskot sitt með tuttugustu verðlaunum sínum á Ólympíuleikum. Fyrr í kvöld missti Lochte af gullinu í 200 metra baksundi. Landi hans, Tyler Clary, kom fyrstur í mark og sá til þess að Lochte tókst ekki að verja titil sinn frá því í Peking fyrir fjórum árum. Lochte leiddi sundið stærstan hluta þess en missti Clary fram úr sér á síðasta fjórðungnum. Þá vann hollenska sundkonan Ranomi Kromowidjojo sigur í 100 metra skriðsundi. Kromowidjojo átti fimmta besta tímann í undanúrslitunum en átti vel inni í úrslitasundinu. Hún var í fjórða sæti þegar sundið var hálfnað, gaf í á seinni hlutanum og setti Ólympíumet á sléttum 53 sekúndum. Kromowidjojo, sem er á 22. aldursári, var í gullsveit Hollands í 4x100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum. Sund Tengdar fréttir Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons. 1. ágúst 2012 16:00 Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. 31. júlí 2012 19:35 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikunum í kvöld. Hann varð um leið fyrsti karlmaðurinn til þess að sigra í sömu greininni þrenna leika í röð. Phelps kom í mark á tímanum 1:54.27 mínútum en í öðru sæti varð landi hans Ryan Lochte á 1:54.90 mínútum. Phelps varð í vikunni sigursælasti Ólympíufarinn í sögunni þegar hann vann til sinna nítjándu verðlauna á Ólympíuleikum. Því má segja að Phelps sé farinn að auka forskot sitt með tuttugustu verðlaunum sínum á Ólympíuleikum. Fyrr í kvöld missti Lochte af gullinu í 200 metra baksundi. Landi hans, Tyler Clary, kom fyrstur í mark og sá til þess að Lochte tókst ekki að verja titil sinn frá því í Peking fyrir fjórum árum. Lochte leiddi sundið stærstan hluta þess en missti Clary fram úr sér á síðasta fjórðungnum. Þá vann hollenska sundkonan Ranomi Kromowidjojo sigur í 100 metra skriðsundi. Kromowidjojo átti fimmta besta tímann í undanúrslitunum en átti vel inni í úrslitasundinu. Hún var í fjórða sæti þegar sundið var hálfnað, gaf í á seinni hlutanum og setti Ólympíumet á sléttum 53 sekúndum. Kromowidjojo, sem er á 22. aldursári, var í gullsveit Hollands í 4x100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í Peking fyrir fjórum árum.
Sund Tengdar fréttir Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons. 1. ágúst 2012 16:00 Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. 31. júlí 2012 19:35 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Sjá meira
Phelps með fleiri Ólympíuverðlaun en 148 lönd heimsins Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps endurskrifaði Ólympíusöguna í gærkvöldi þegar hann vann sín 18. og 19. verðlaun á Ólympíuleikum. Phelps vann fyrst silfur í 200 metra flugsundi og svo gull í 4 x 200 metra skriðsundi. Hann er búin að vinna 15 gull, 2 silfur og 2 brons. 1. ágúst 2012 16:00
Phelps sá sigursælasti allra tíma á Ólympíuleikum Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps nældi í sín 19 verðlaun á Ólympíuleikum þegar hann og boðsundsveit Bandaríkjanna kom fyrst í mark í 4x200 metra skriðsundi karla. Fyrr í dag hlaut Phelps silfurverðlaun í 200 metra flugsundi. 31. júlí 2012 19:35