Japanir útvíkka rannsóknir á innherjaviðskiptum banka Magnús Halldórsson skrifar 3. ágúst 2012 11:49 Wall Street. Japönsk stjórnvöld hafa útvíkkað rannsókn sína á innherjaviðskiptum í fjármálageira landsins og er fullyrt í New York Times í dag, að rannsóknin teygi anga sína inn á miðlaragólf stærstu bankanna á Wall Street í New York, þar á meðal Goldman Sachs, svissneska bankans UBS og þýska bankans Deutsche Bank. Þingnefnd á vegum japanska þingsins, undir forystu Tsutomu Okubo, hefur óskað eftir upplýsingum frá eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði og innan banka um öll hlutabréfaviðskipti skömmu fyrir síðustu 12 opinberar skráningar á hlutabréfamarkaði. Grunur leikur á því að bankar hafi aðstoðað fjölda viðskipta að græða á grundvelli innherjaupplýsinga. Meðal þess sem er til sérstakrar athugunar hjá yfirvöldum í Japan eru viðskiptavinir Goldman Sachs sem veðjuðu á hlutabréf All Nippon Airways myndu falla í verði við skráningu á markað í síðasta mánuði. Það gekk síðan eftir. Ein af ástæðum þess að rannsóknin hefur verið útvíkkuð er sú að innherjaviðskipti hafa nýlega uppgvötast hjá stærsta fjárfestingabanka Japans, Nomura. En Fjármálaeftirlitið í Japan hefur þegar þrýst á um að tveir af yfirmönnum bankans segi af sér vegna málsins, en opinber sakamálarannsókn yfirvalda á umfangi viðskiptanna er stutt á vegum. Sjá má umfjöllun New York Times um rannsókn á innherjaviðskiptum í Japan hér. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Japönsk stjórnvöld hafa útvíkkað rannsókn sína á innherjaviðskiptum í fjármálageira landsins og er fullyrt í New York Times í dag, að rannsóknin teygi anga sína inn á miðlaragólf stærstu bankanna á Wall Street í New York, þar á meðal Goldman Sachs, svissneska bankans UBS og þýska bankans Deutsche Bank. Þingnefnd á vegum japanska þingsins, undir forystu Tsutomu Okubo, hefur óskað eftir upplýsingum frá eftirlitsstofnunum á fjármálamarkaði og innan banka um öll hlutabréfaviðskipti skömmu fyrir síðustu 12 opinberar skráningar á hlutabréfamarkaði. Grunur leikur á því að bankar hafi aðstoðað fjölda viðskipta að græða á grundvelli innherjaupplýsinga. Meðal þess sem er til sérstakrar athugunar hjá yfirvöldum í Japan eru viðskiptavinir Goldman Sachs sem veðjuðu á hlutabréf All Nippon Airways myndu falla í verði við skráningu á markað í síðasta mánuði. Það gekk síðan eftir. Ein af ástæðum þess að rannsóknin hefur verið útvíkkuð er sú að innherjaviðskipti hafa nýlega uppgvötast hjá stærsta fjárfestingabanka Japans, Nomura. En Fjármálaeftirlitið í Japan hefur þegar þrýst á um að tveir af yfirmönnum bankans segi af sér vegna málsins, en opinber sakamálarannsókn yfirvalda á umfangi viðskiptanna er stutt á vegum. Sjá má umfjöllun New York Times um rannsókn á innherjaviðskiptum í Japan hér.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira