Íslenski boltinn

Glódís Perla í byrjunarliði í sínum fyrsta A-landsleik

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Glódís er fædd árið 1995 og leikur með Stjörnunni í íslenska boltanum.
Glódís er fædd árið 1995 og leikur með Stjörnunni í íslenska boltanum.
Nú rétt í þessu er að hefjast æfingaleikur íslenska kvennalandsliðsins og Skota, en leikurinn fer fram í Glasgow.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið og vekur athygli að hin sautján ára gamla, Glódís Perla Viggósdóttir, sem er að leika sinn fyrsta landsleik er í byrjunarliðinu í dag.

Glódís, sem er uppalin í HK en leikur nú með Stjörnunni hefur verið stórtæk í yngri landsliðum Íslands í gegnum tíðina en hún er til að mynda leikjahæsti leikmaður U17 ára landsliðsins frá upphafi.

Byrjunarlið Íslands í leiknum er þannig skipað:

Þóra Helgadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Edda Garðarsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Hönnudóttir, Dóra María Lárusdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×