Standard Chartered í stórfelldu svindli með Íransstjórn Magnús Halldórsson skrifar 6. ágúst 2012 17:46 Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð og reifuð. Í skjölunum, sem FT vitnar til, segir meðal annars orðrétt: "Í næstum tíu ár, svindlaði SCB með írönskum stjórnvöldum og faldi fyrir eftirlitsaðilum um 60 þúsund færslur upp á 250 milljarða dala." Upphæðin jafngildir um 31.250 milljörðum króna, eða um tuttugufaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Í gögnum sem FT birtir segir enn fremur að æðstu stjórnendur bankans hafi vitað af starfseminni, sem fór fram í gegnum starfsemi bankans í New York, og rætt um það sín á milli að það þyrfti að endurskoða hana. Þá segir einnig að hætta sé á því að starfsemin varði við lög, og sakamálarannsókn á hendur stjórnendum geti komið til. Líklegt er talið að SCB muni missa starfsleyfið í New York, en brot bankans eru talin svo alvarleg og umsvifamikil að þau hafi ógnað stöðugleika í heiminum og verið ógn við heimsfrið. Alþjóðlegt viðskiptabann er í gildi gagnvart Íran og hafa Sameinuðu þjóðirnar sífellt þrengt að Írönum, með efnahagsþvingunum, á undanförnum árum. Frétt FT um stórfelld lögbrot SCB bankans, sem birt var í dag, má sjá hér. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð og reifuð. Í skjölunum, sem FT vitnar til, segir meðal annars orðrétt: "Í næstum tíu ár, svindlaði SCB með írönskum stjórnvöldum og faldi fyrir eftirlitsaðilum um 60 þúsund færslur upp á 250 milljarða dala." Upphæðin jafngildir um 31.250 milljörðum króna, eða um tuttugufaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Í gögnum sem FT birtir segir enn fremur að æðstu stjórnendur bankans hafi vitað af starfseminni, sem fór fram í gegnum starfsemi bankans í New York, og rætt um það sín á milli að það þyrfti að endurskoða hana. Þá segir einnig að hætta sé á því að starfsemin varði við lög, og sakamálarannsókn á hendur stjórnendum geti komið til. Líklegt er talið að SCB muni missa starfsleyfið í New York, en brot bankans eru talin svo alvarleg og umsvifamikil að þau hafi ógnað stöðugleika í heiminum og verið ógn við heimsfrið. Alþjóðlegt viðskiptabann er í gildi gagnvart Íran og hafa Sameinuðu þjóðirnar sífellt þrengt að Írönum, með efnahagsþvingunum, á undanförnum árum. Frétt FT um stórfelld lögbrot SCB bankans, sem birt var í dag, má sjá hér.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira