Hásinin fór á versta tíma | Síðasti koss Liu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2012 16:15 Liu Xiang kyssir grindina í gær. Nordicphotos/Getty Kínverjinn Liu Xiang meiddist á hásin við upphaf undanrásanna í 110 metra grindahlaupi í gær. Ólánið virðist elta ólympíumeistarann fyrrverandi sem náði heldur ekki að ljúka keppni í Peking árið 2008. Liu skaust upp á stjörnuhimininn á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Þá kom hann öllum á óvart með því að vinna til gullverðlauna sem voru um leið fyrstu gullverðlaun Kínverja í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Allra augu beindust skiljanlega að kappanum á leikunum fjórum árum síðar í Peking. Tækist heimamanninum að verja gullverðlaun sín. Að loknu þjófstarti annars keppanda í úrslitahlaupinu gerðu aðrir keppendur sig klára til að ræsa að nýju. Allir nema Liu sem gekk af velli, meiddur. Þjálfari hans svaraði spurningum blaðamanna að keppninni lokinni með tárin í augunum. „Við höfum lagt hart að okkur hvern einasta dag en útkoman er sú sem þið urðuð vitni að og það er erfitt að sætta sig við það," sagði Sun Haiping þjálfari hans. Í ljós kom að Liu átti við þrálát meiðsli að stríða á hásin og þurfti að fara í uppskurð. Eftir þrettán mánaða endurhæfingu hóf Liu aftur keppni. Umræða um hásin hans var þó aldrei fjarri en sigur á Asíuleikunum 2010 benti til þess að hann væri að ná sér á strik á nýjan leik. Sigur á Demantamóti í maí 2011 fylgdi og loks silfurverðlaun á HM í Daegu. Margir reiknuðu því með miklu af Liu í London en það kom aldrei til þess að hann hlypi. Strax í ræsingunni sleit Liu hásin sína og hljóp niður fyrstu grindina. Hann hoppaði þó metrana 110 á einum fæti, framhjá grindunum, áður en hann smellti kossi á síðustu grindina. Því næst hjálpuðu aðrir keppendur honum af vellinum þar sem hann var færður í hjólastól og ekið burt. „Síðasti kossinn," skrifaði kínverskt dagblað og velti fyrir sér hvort ferli Kínverjans 29 ára væri lokið. Liu hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fyrir að sína hinn sanna ólympíuanda. Aðrir hafa hins vegar velt fyrir sér þeirri spurningu hvort hann hafi í raun nokkurn tímann verið nógu heill til þess að keppa. Liu þurfti að hætta við keppni á Demantamótinu í London um miðjan júlí vegna meiðsla. Erlendir fjölmiðlar segja Liu hafa verið vafinn um hægri hælinn fyrir hlaupið í gær. Spurningin vaknar hvort Kínverjar setji of mikla pressu á íþróttamenn sína. Svar við þeirri spurningu fæst ekki hér en þó skal minnt á það að íþróttamenn fleiri þjóða hafa keppt á Ólympíuleikum þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Skemmst er að minnast badmintonkonunnar Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum fyrir fjórum árum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira
Kínverjinn Liu Xiang meiddist á hásin við upphaf undanrásanna í 110 metra grindahlaupi í gær. Ólánið virðist elta ólympíumeistarann fyrrverandi sem náði heldur ekki að ljúka keppni í Peking árið 2008. Liu skaust upp á stjörnuhimininn á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Þá kom hann öllum á óvart með því að vinna til gullverðlauna sem voru um leið fyrstu gullverðlaun Kínverja í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Allra augu beindust skiljanlega að kappanum á leikunum fjórum árum síðar í Peking. Tækist heimamanninum að verja gullverðlaun sín. Að loknu þjófstarti annars keppanda í úrslitahlaupinu gerðu aðrir keppendur sig klára til að ræsa að nýju. Allir nema Liu sem gekk af velli, meiddur. Þjálfari hans svaraði spurningum blaðamanna að keppninni lokinni með tárin í augunum. „Við höfum lagt hart að okkur hvern einasta dag en útkoman er sú sem þið urðuð vitni að og það er erfitt að sætta sig við það," sagði Sun Haiping þjálfari hans. Í ljós kom að Liu átti við þrálát meiðsli að stríða á hásin og þurfti að fara í uppskurð. Eftir þrettán mánaða endurhæfingu hóf Liu aftur keppni. Umræða um hásin hans var þó aldrei fjarri en sigur á Asíuleikunum 2010 benti til þess að hann væri að ná sér á strik á nýjan leik. Sigur á Demantamóti í maí 2011 fylgdi og loks silfurverðlaun á HM í Daegu. Margir reiknuðu því með miklu af Liu í London en það kom aldrei til þess að hann hlypi. Strax í ræsingunni sleit Liu hásin sína og hljóp niður fyrstu grindina. Hann hoppaði þó metrana 110 á einum fæti, framhjá grindunum, áður en hann smellti kossi á síðustu grindina. Því næst hjálpuðu aðrir keppendur honum af vellinum þar sem hann var færður í hjólastól og ekið burt. „Síðasti kossinn," skrifaði kínverskt dagblað og velti fyrir sér hvort ferli Kínverjans 29 ára væri lokið. Liu hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fyrir að sína hinn sanna ólympíuanda. Aðrir hafa hins vegar velt fyrir sér þeirri spurningu hvort hann hafi í raun nokkurn tímann verið nógu heill til þess að keppa. Liu þurfti að hætta við keppni á Demantamótinu í London um miðjan júlí vegna meiðsla. Erlendir fjölmiðlar segja Liu hafa verið vafinn um hægri hælinn fyrir hlaupið í gær. Spurningin vaknar hvort Kínverjar setji of mikla pressu á íþróttamenn sína. Svar við þeirri spurningu fæst ekki hér en þó skal minnt á það að íþróttamenn fleiri þjóða hafa keppt á Ólympíuleikum þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Skemmst er að minnast badmintonkonunnar Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum fyrir fjórum árum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira