Þrjú gull af fjórum til Bandaríkjamanna | Loks vann Felix Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2012 22:00 Felix fagnaði langþráðum sigri á Ólympíuleikum í kvöld. Nordicphotos/Getty Bandaríkin fögnuðu þremur gullverðlaunum í þeim fjórum frjálsíþróttagreinum þar sem keppt var í úrslitum á Ólympíuleikunum í kvöld. Brittney Reese frá Bandaríkjunum, sem hafnaði í 5. sæti á leikunum fyrir fjórum árum, stökk 7,12 metra í langstökkinu sem dugði til gullverðlauna. Á hæla hennar kom Elena Sokolova frá Rússlandi með 7,07 metra stökki. Baráttan um bronsið var hörð á milli Janay DeLoach frá Bandaríkjunum og Ineta Radevica frá Lettlandi. Sú lettneska stökk 6,88 metra í fyrsta stökki sínu en DeLoach stökk sentimetra lengra í næstsíðasta stökki og nældi í bronsið. Langþráð gullverðlaun FelixAllyson Felix frá Bandaríkjunum vann langþráð gull í 200 metra hlaupi á leikunum í kvöld. Felix, sem mátti sætta sig við silfurverðlaun í Aþenu 2004 og Peking 2008, tryggði sér gullið með frábærum endasprett. Sigurtíminn var 21.88 sekúndur en Shelly-Ann Fraser Pryce varð önnur á 22,09 sekúndu. Carmelita Jeter frá Bandaríkjunum varð þriðja á 22,14 sekúndum. Veronica Campell-Brown frá Jamaíka, gullverðlaunahafi frá Aþenu og Peking, varð í fjórða sæti á 22,38 sekúndum. Bandaríkjamennirnir Merritt og Richardson fljótastir í grindinniAries Merritt frá Bandaríkjunum bætti sinn besta árangur þegar hann tryggði sér gullverðlaun í 110 metra grindahlaupi karla. Merritt kom í mark á 12,92 sekúndum en næstur varð landi hans Jason Richardson frá Bandaríkjunum á 13,04 sekúndum. Hansle Parchment frá Jamaíka vann til bronsverðlauna á landsmeti en hann kom í mark á 13,12 sekúndum. Antyukh tryggði Rússum gullNatalya Antyukh tryggði Rússum gullverðlaun í 400 metra grindahlaupi. Antyukh hljóp á 52,70 sekúndum, sínum besta tíma frá upphafi, og kom í mark rétt á undan Lashinda Demus frá Bandaríkjunum. Tími Demus var 52,77 sekúndur og Demus því aðeins 7/100 úr sekúndu frá því að tryggja Bandaríkjunum fullt hús gullverðlauna í kvöld. Zuzana Hejnova frá Tékklandi varð þriðja á 53,38 sekúndum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Bandaríkin fögnuðu þremur gullverðlaunum í þeim fjórum frjálsíþróttagreinum þar sem keppt var í úrslitum á Ólympíuleikunum í kvöld. Brittney Reese frá Bandaríkjunum, sem hafnaði í 5. sæti á leikunum fyrir fjórum árum, stökk 7,12 metra í langstökkinu sem dugði til gullverðlauna. Á hæla hennar kom Elena Sokolova frá Rússlandi með 7,07 metra stökki. Baráttan um bronsið var hörð á milli Janay DeLoach frá Bandaríkjunum og Ineta Radevica frá Lettlandi. Sú lettneska stökk 6,88 metra í fyrsta stökki sínu en DeLoach stökk sentimetra lengra í næstsíðasta stökki og nældi í bronsið. Langþráð gullverðlaun FelixAllyson Felix frá Bandaríkjunum vann langþráð gull í 200 metra hlaupi á leikunum í kvöld. Felix, sem mátti sætta sig við silfurverðlaun í Aþenu 2004 og Peking 2008, tryggði sér gullið með frábærum endasprett. Sigurtíminn var 21.88 sekúndur en Shelly-Ann Fraser Pryce varð önnur á 22,09 sekúndu. Carmelita Jeter frá Bandaríkjunum varð þriðja á 22,14 sekúndum. Veronica Campell-Brown frá Jamaíka, gullverðlaunahafi frá Aþenu og Peking, varð í fjórða sæti á 22,38 sekúndum. Bandaríkjamennirnir Merritt og Richardson fljótastir í grindinniAries Merritt frá Bandaríkjunum bætti sinn besta árangur þegar hann tryggði sér gullverðlaun í 110 metra grindahlaupi karla. Merritt kom í mark á 12,92 sekúndum en næstur varð landi hans Jason Richardson frá Bandaríkjunum á 13,04 sekúndum. Hansle Parchment frá Jamaíka vann til bronsverðlauna á landsmeti en hann kom í mark á 13,12 sekúndum. Antyukh tryggði Rússum gullNatalya Antyukh tryggði Rússum gullverðlaun í 400 metra grindahlaupi. Antyukh hljóp á 52,70 sekúndum, sínum besta tíma frá upphafi, og kom í mark rétt á undan Lashinda Demus frá Bandaríkjunum. Tími Demus var 52,77 sekúndur og Demus því aðeins 7/100 úr sekúndu frá því að tryggja Bandaríkjunum fullt hús gullverðlauna í kvöld. Zuzana Hejnova frá Tékklandi varð þriðja á 53,38 sekúndum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira