Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Þýskalands á neikvæðar horfur sem og lánshæfiseinkunn Hollands og Lúxemborgar en öll ríkin þrjú eru með hæstu einkunnina í bókum Moody´s.
Í áliti Moody´s segir að allar líkur séu á að þessi þrjú ríki verði að leggja fram aukna fjármuni til að aðstoða evruríki á borð við Spán og Ítalíu. Þar að auki yrðu þau fórnarlömb keðjuverkunnar sem færi í gang ef Grikkland neyðist til að yfirgefa evrusvæðið.
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa brugðist ókvæða við þessari ákvörðun Moody´s og segja matsfyrirtækið ekki taka tillit til að Þýskland er akkeri evrusvæðisins. Þjóðverjar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna bug á vandamálum evrusvæðisins eins hratt og auðið er.
Viðskipti erlent