Umfjöllun og viðtöl: KR - HJK Helsinki 1-2 | KR-ingar úr leik Benedikt Grétarsson á KR-velli skrifar 24. júlí 2012 18:30 Mynd/Daníel KR-ingar eru úr leik í Evrópukeppninni eftir 1-2 tap á KR-vellinum fyrir finnsku meisturunum í HJK Helsinki í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Finnarnir unnu fyrri leikinn 7-0 og þar með 9-1 samanlagt. Emil Atlason skoraði eina mark KR þegar hann minnkaði muninn 17 mínútum fyrir leikslok. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hvíldi lykilmenn sína í kvöld og yngri leikmenn leikmannahópsins fengu dýrmæta reynslu í Evrópukeppni en fyrir leikinn var ljóst að KR átti enga möguleika á því að komast áfram. Berat Sadik og Mathias Lindström komu HJK Helsinki í 2-0 með mörkum með sex mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Emil Atlason minnkaði muninn á 73. mínútu eftir sendingu frá Dofra Snorrasyni. Fyrri hálfleikur bar þess merki að bæði lið vissu að úrslitin væru ráðin. Leikmenn spiluðu boltanum hægt á milli sín og fáar hættulegar sóknir litu dagsins ljós. Gestirnir komust nokkrum sinnum í álitlegar stöður en skorti einbeitingu til að gera sér mat úr þeim. KR-ingar gerðu sjö breytingar á liðinu sem tapaði fyrri leiknum og það sást að leikmenn voru ekki alveg innstilltir á hvorn annan. Heimamönnum gekk bölvanlega að koma sér í færi og voru í raun aldrei líklegir til stórræða fyrstu 45 mínúturnar. Varnarlína KR spilaði vel í fyrri hálfleik og gaf fá færi á sér. Síðari hálfleikur var rólegur framan af en á átta mínútna kafla voru skoruð þrjú mörk. Gestirnir skoruðu tvö mörk á sex mínútna kafla en Emil Atlason lagaði stöðuna fyrir heimamenn eftir fínan undirbúning Dofra Snorrasonar. Leikurinn varð fjörugri í kjölfarið en liðin náðu ekki að bæta við fleiri mörkum þrátt fyrir ágætis marktækifæri. Lokastaðan 1-2 og samanlagt 1-9. KR-ingar eru því komnir í frí í Evrópukeppninni en HJK mætir Glasgow Celtic í næstu umferð. KR-liðið spilaði þennan leik ágætlega þrátt fyrir að möguleikarnir hafi verið litlir. Ungir leikmenn fengu tækifæri í kvöld og stóðu sig með sóma. Emil Atlason skoraði gott mark og hefði átt að bæta við öðru undir lok leiksins. Miðverðirnir Grétar og Aron Bjarki voru traustir og Björn Jónsson átti ágætan leik á miðjunni. HJK Helsinki er ágætt fótboltalið en KR-ingar eiga samt ekki að tapa fyrir þeim með átta marka mun. Rúnar Kristinsson: Fyrri leikurinn var slysMynd/ValliRúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð brattur eftir leikinn þrátt fyrir tap. „Mér fannst við frábærir í fyrri hálfleik og gáfum engin færi á okkur. Það var auðvitað ansi erfitt verkefni en mér fannst allir strákarnir spila vel, ekki síst þessir ungu leikmenn sem fengu sénsinn." Rúnar gaf ekki mikið fyrir dómara leiksins, Steven McLean. „Hann flautar á allt sem við gerum en sleppir svo augljósri vítaspyrnu þegar Aroni er hrint þegar hann er að fara setja boltann í markið." Rúnar hefur ekki sérstaklega miklar áhyggjur af stöðu íslenskrar knattspyrnu þrátt fyrir að Islandsmeistararnir hafi tapað illa fyrir þessu finnska liði. „Fyrri leikurinn var slys en þetta er oft svona á móti fótboltamönnum sem hafa knattspyrnu sem atvinnu sína. Þeir þefa uppi veikleika og refsa grimmilega fyrir hver mistök. Ég vil meina að við séum á engan hátt svona miklu lélegri en þetta lið, sama hvað markatalan segir." Emil Atlason: Svekktur að skora ekki tvö mörkMynd/DaníelEmil Atlason var sprækur í framlínu KR og skoraði gott mark. „Við reyndum að hafa einhverja trú á þessu en þetta var auðvitað lítill séns. Allir reyndu að gera sitt besta og við reyndum að fylgja fyrirmælum Rúnars að halda boltanum vel innan liðsins." Emil var ósáttur að ná ekki að setja tvö mörk í kvöld. „Ég er frekar mikið svekktur að hafa ekki sett hann hérna undir lokin en svona er þetta stundum." Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
KR-ingar eru úr leik í Evrópukeppninni eftir 1-2 tap á KR-vellinum fyrir finnsku meisturunum í HJK Helsinki í seinni leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Finnarnir unnu fyrri leikinn 7-0 og þar með 9-1 samanlagt. Emil Atlason skoraði eina mark KR þegar hann minnkaði muninn 17 mínútum fyrir leikslok. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hvíldi lykilmenn sína í kvöld og yngri leikmenn leikmannahópsins fengu dýrmæta reynslu í Evrópukeppni en fyrir leikinn var ljóst að KR átti enga möguleika á því að komast áfram. Berat Sadik og Mathias Lindström komu HJK Helsinki í 2-0 með mörkum með sex mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik en Emil Atlason minnkaði muninn á 73. mínútu eftir sendingu frá Dofra Snorrasyni. Fyrri hálfleikur bar þess merki að bæði lið vissu að úrslitin væru ráðin. Leikmenn spiluðu boltanum hægt á milli sín og fáar hættulegar sóknir litu dagsins ljós. Gestirnir komust nokkrum sinnum í álitlegar stöður en skorti einbeitingu til að gera sér mat úr þeim. KR-ingar gerðu sjö breytingar á liðinu sem tapaði fyrri leiknum og það sást að leikmenn voru ekki alveg innstilltir á hvorn annan. Heimamönnum gekk bölvanlega að koma sér í færi og voru í raun aldrei líklegir til stórræða fyrstu 45 mínúturnar. Varnarlína KR spilaði vel í fyrri hálfleik og gaf fá færi á sér. Síðari hálfleikur var rólegur framan af en á átta mínútna kafla voru skoruð þrjú mörk. Gestirnir skoruðu tvö mörk á sex mínútna kafla en Emil Atlason lagaði stöðuna fyrir heimamenn eftir fínan undirbúning Dofra Snorrasonar. Leikurinn varð fjörugri í kjölfarið en liðin náðu ekki að bæta við fleiri mörkum þrátt fyrir ágætis marktækifæri. Lokastaðan 1-2 og samanlagt 1-9. KR-ingar eru því komnir í frí í Evrópukeppninni en HJK mætir Glasgow Celtic í næstu umferð. KR-liðið spilaði þennan leik ágætlega þrátt fyrir að möguleikarnir hafi verið litlir. Ungir leikmenn fengu tækifæri í kvöld og stóðu sig með sóma. Emil Atlason skoraði gott mark og hefði átt að bæta við öðru undir lok leiksins. Miðverðirnir Grétar og Aron Bjarki voru traustir og Björn Jónsson átti ágætan leik á miðjunni. HJK Helsinki er ágætt fótboltalið en KR-ingar eiga samt ekki að tapa fyrir þeim með átta marka mun. Rúnar Kristinsson: Fyrri leikurinn var slysMynd/ValliRúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð brattur eftir leikinn þrátt fyrir tap. „Mér fannst við frábærir í fyrri hálfleik og gáfum engin færi á okkur. Það var auðvitað ansi erfitt verkefni en mér fannst allir strákarnir spila vel, ekki síst þessir ungu leikmenn sem fengu sénsinn." Rúnar gaf ekki mikið fyrir dómara leiksins, Steven McLean. „Hann flautar á allt sem við gerum en sleppir svo augljósri vítaspyrnu þegar Aroni er hrint þegar hann er að fara setja boltann í markið." Rúnar hefur ekki sérstaklega miklar áhyggjur af stöðu íslenskrar knattspyrnu þrátt fyrir að Islandsmeistararnir hafi tapað illa fyrir þessu finnska liði. „Fyrri leikurinn var slys en þetta er oft svona á móti fótboltamönnum sem hafa knattspyrnu sem atvinnu sína. Þeir þefa uppi veikleika og refsa grimmilega fyrir hver mistök. Ég vil meina að við séum á engan hátt svona miklu lélegri en þetta lið, sama hvað markatalan segir." Emil Atlason: Svekktur að skora ekki tvö mörkMynd/DaníelEmil Atlason var sprækur í framlínu KR og skoraði gott mark. „Við reyndum að hafa einhverja trú á þessu en þetta var auðvitað lítill séns. Allir reyndu að gera sitt besta og við reyndum að fylgja fyrirmælum Rúnars að halda boltanum vel innan liðsins." Emil var ósáttur að ná ekki að setja tvö mörk í kvöld. „Ég er frekar mikið svekktur að hafa ekki sett hann hérna undir lokin en svona er þetta stundum."
Íslenski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira