Ekkert lát er á efnahagshremmingum Spánverja þessa dagana. Greint er frá því á vefsíðunni CNNMoney að allar líkur séu á að héraðið Katalónía muni þurfa á neyðaraðstoð að halda frá stjórnvöldum til að greiða opinberar skuldir sínar.
Katalónía yrði þar með það stærsta af 17 sjálfstjórnarhéruðum Spánar sem fer fram á slíka neyðaraðstoð frá stjórnvöldum. Í síðustu viku varð Valencía fyrsta héraðið á Spáni sem fer fram á slíka neyðaraðstoð.
Héraðið Aragon er einnig að velta slíkri beiðni fyrir sér en vill kynna sér nánar skilyrðin sem sett eru af hálfu stjórnvalda.
Katalónía þarf sennilega neyðaraðstoð frá stjórnvöldum
