Erlent

Eiginlega ómögulegt að fjarlægja ræðu Breivik af netinu

BBI skrifar
Þar sem að upptaka af ræðu Breivik er á annað borð komin á netið verður mjög erfitt ef ekki ómögulegt að fjarlægja hana aftur segir ritstjóri norsku sjónvarpsstöðvarinnar NRK.

Lokaræða Anders Behring Breivik sem hann hélt við réttarhöldin 22. júní síðastliðinn hefur ratað inn á netið. Þar talar hann í 45 mínútur m.a. um að árásir sínar hafi verið nauðsynlegar til að verja eigin kynþátt.

Fjölskyldur fórnarlamba Breivik hafa farið fram á að ræðan verði fjarlægt af netinu og telja birtingu hennar saknæma þar sem rétturinn hafði bannað alla dreifingu á sjónvarps- og hljóðupptökum af ræðunni.

Upptakan sem birtist á Youtube er hljóðupptaka af ræðunni. Þó sá sem fyrst setti hana inn á netið hafi nú fjarlægt hana hafa aðrir notendur tekið afrit af henni og birt afritin. Því lítur út fyrir að mjög erfitt verði að fjarlægja ræðuna af netinu og skilaboð Breivik fái að óma um ljósvakann um ókomna tíð.

Nrk segir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×