Viðskipti erlent

Röskun á þjónustu Twitter rétt fyrir Ólympíuleika

Til þess að undirstrika mikilvægi Twitter er vert að benda á að þegar úrslitaleikur Evrópukeppninnar í fótbolta stóð yfir voru 15 þúsund skilaboð send á hverri sekúndu.
Til þess að undirstrika mikilvægi Twitter er vert að benda á að þegar úrslitaleikur Evrópukeppninnar í fótbolta stóð yfir voru 15 þúsund skilaboð send á hverri sekúndu. mynd/AFP
Röskun varð á þjónustu Twitter í dag. Heimasíða samskiptamiðilsins hrundi og var óaðgengileg í rúma klukkustund, notendur gátu þó birt skilaboð í gegnum smáforrit.

Verkfræðingar Twitter hafa ekki komist að því hvað orsakaði bilunina en þjónustan er nú aftur komin á fullt stím.

Undir venjulegum kringumstæðum væri þessi litla bilun seint álitin stórmál. En þar sem Ólympíuleikarnir verða settir á morgun er ljóst að stjórnendur Twitter taka málið alvarlega.

Twitter, sem er einn vinsælasti samskiptamiðill veraldar, gegnir mikilvægu hlutverki á leikunum. Þar munu nýjustu upplýsingar um úrslit íþróttagreina, veikindi, meiðsli og allt það sem tengist leikunum flæða óspart.

Til þess að undirstrika mikilvægi Twitter er vert að benda á að þegar úrslitaleikur Evrópukeppninnar í fótbolta stóð yfir voru 15 þúsund skilaboð send á hverri sekúndu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×