Aldrei meira atvinnuleysi á Spáni - tæplega 6 milljónir án atvinnu 27. júlí 2012 19:09 Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent, en 5,7milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverfum. Engar vísbendingar eru um að atvinnuleysi komi til með að minnka á Spáni og horfurnar virðast enn dekkri en áður eftir tölurnar sem Hagstofa Spánar birti morgun. Nú eru 24,6 prósent Spánverja án atvinnu en þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í sögu landsins. Hvergi á evrusvæðinu er atvinnuleysið meira en á Spáni. „Ég hef verið atvinnulaus í um það bil þrjú ár. Því miður er ástandið eins og það er. Ég vona bara að þetta skáni, og ég held að það muni gera það," Andres Rodriguez, íbúi í höfuðborginni Madrid. Og þeir sem eru án vinnu eru ekki sérstaklega bjartsýnir á að hagur þeirra vænkist með haustinu. „Ég held að það verði mjög erfitt að finna vinnu. Það er mjög erfitt núna. Kannski lagast það í vetur, í febrúar eða mars kannski, en ég geri ekki ráð fyrir að finna mikla vinnu," segir Jesus Alonso. Atvinnuhorfur ungs fólks eru sérstaklega slæmar, en atvinnuleysi fólks á aldrinum 18-25 ára er nú 53,3 prósent. Margir sem eru án tekna leita á náðir hjálparstofnana til að fá mataraðstoð eins og þessar myndir frá bækistöðvum Rauða Krossins í Madríd. Margir nýta sér matargjafir af þessu tagi á Spáni, jafnvel í millistéttarhverfum eins og Tres Cantos. „Áður voru það helst útlendingar sem nýttu sér matargjafirnar. Undanfarið, sérstaklega á þessu ári, hefur þetta breyst. Núna eru flestir skjólstæðingar okkar innfæddir. Verstu dæmin eru fjölskyldur þar sem báðir foreldrarnir eru atvinnulausir," segir Laura Tejedor, starfsmaður Rauða Krossins í Madríd. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent, en 5,7milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverfum. Engar vísbendingar eru um að atvinnuleysi komi til með að minnka á Spáni og horfurnar virðast enn dekkri en áður eftir tölurnar sem Hagstofa Spánar birti morgun. Nú eru 24,6 prósent Spánverja án atvinnu en þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í sögu landsins. Hvergi á evrusvæðinu er atvinnuleysið meira en á Spáni. „Ég hef verið atvinnulaus í um það bil þrjú ár. Því miður er ástandið eins og það er. Ég vona bara að þetta skáni, og ég held að það muni gera það," Andres Rodriguez, íbúi í höfuðborginni Madrid. Og þeir sem eru án vinnu eru ekki sérstaklega bjartsýnir á að hagur þeirra vænkist með haustinu. „Ég held að það verði mjög erfitt að finna vinnu. Það er mjög erfitt núna. Kannski lagast það í vetur, í febrúar eða mars kannski, en ég geri ekki ráð fyrir að finna mikla vinnu," segir Jesus Alonso. Atvinnuhorfur ungs fólks eru sérstaklega slæmar, en atvinnuleysi fólks á aldrinum 18-25 ára er nú 53,3 prósent. Margir sem eru án tekna leita á náðir hjálparstofnana til að fá mataraðstoð eins og þessar myndir frá bækistöðvum Rauða Krossins í Madríd. Margir nýta sér matargjafir af þessu tagi á Spáni, jafnvel í millistéttarhverfum eins og Tres Cantos. „Áður voru það helst útlendingar sem nýttu sér matargjafirnar. Undanfarið, sérstaklega á þessu ári, hefur þetta breyst. Núna eru flestir skjólstæðingar okkar innfæddir. Verstu dæmin eru fjölskyldur þar sem báðir foreldrarnir eru atvinnulausir," segir Laura Tejedor, starfsmaður Rauða Krossins í Madríd.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira