Aldrei meira atvinnuleysi á Spáni - tæplega 6 milljónir án atvinnu 27. júlí 2012 19:09 Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent, en 5,7milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverfum. Engar vísbendingar eru um að atvinnuleysi komi til með að minnka á Spáni og horfurnar virðast enn dekkri en áður eftir tölurnar sem Hagstofa Spánar birti morgun. Nú eru 24,6 prósent Spánverja án atvinnu en þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í sögu landsins. Hvergi á evrusvæðinu er atvinnuleysið meira en á Spáni. „Ég hef verið atvinnulaus í um það bil þrjú ár. Því miður er ástandið eins og það er. Ég vona bara að þetta skáni, og ég held að það muni gera það," Andres Rodriguez, íbúi í höfuðborginni Madrid. Og þeir sem eru án vinnu eru ekki sérstaklega bjartsýnir á að hagur þeirra vænkist með haustinu. „Ég held að það verði mjög erfitt að finna vinnu. Það er mjög erfitt núna. Kannski lagast það í vetur, í febrúar eða mars kannski, en ég geri ekki ráð fyrir að finna mikla vinnu," segir Jesus Alonso. Atvinnuhorfur ungs fólks eru sérstaklega slæmar, en atvinnuleysi fólks á aldrinum 18-25 ára er nú 53,3 prósent. Margir sem eru án tekna leita á náðir hjálparstofnana til að fá mataraðstoð eins og þessar myndir frá bækistöðvum Rauða Krossins í Madríd. Margir nýta sér matargjafir af þessu tagi á Spáni, jafnvel í millistéttarhverfum eins og Tres Cantos. „Áður voru það helst útlendingar sem nýttu sér matargjafirnar. Undanfarið, sérstaklega á þessu ári, hefur þetta breyst. Núna eru flestir skjólstæðingar okkar innfæddir. Verstu dæmin eru fjölskyldur þar sem báðir foreldrarnir eru atvinnulausir," segir Laura Tejedor, starfsmaður Rauða Krossins í Madríd. Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent, en 5,7milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverfum. Engar vísbendingar eru um að atvinnuleysi komi til með að minnka á Spáni og horfurnar virðast enn dekkri en áður eftir tölurnar sem Hagstofa Spánar birti morgun. Nú eru 24,6 prósent Spánverja án atvinnu en þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í sögu landsins. Hvergi á evrusvæðinu er atvinnuleysið meira en á Spáni. „Ég hef verið atvinnulaus í um það bil þrjú ár. Því miður er ástandið eins og það er. Ég vona bara að þetta skáni, og ég held að það muni gera það," Andres Rodriguez, íbúi í höfuðborginni Madrid. Og þeir sem eru án vinnu eru ekki sérstaklega bjartsýnir á að hagur þeirra vænkist með haustinu. „Ég held að það verði mjög erfitt að finna vinnu. Það er mjög erfitt núna. Kannski lagast það í vetur, í febrúar eða mars kannski, en ég geri ekki ráð fyrir að finna mikla vinnu," segir Jesus Alonso. Atvinnuhorfur ungs fólks eru sérstaklega slæmar, en atvinnuleysi fólks á aldrinum 18-25 ára er nú 53,3 prósent. Margir sem eru án tekna leita á náðir hjálparstofnana til að fá mataraðstoð eins og þessar myndir frá bækistöðvum Rauða Krossins í Madríd. Margir nýta sér matargjafir af þessu tagi á Spáni, jafnvel í millistéttarhverfum eins og Tres Cantos. „Áður voru það helst útlendingar sem nýttu sér matargjafirnar. Undanfarið, sérstaklega á þessu ári, hefur þetta breyst. Núna eru flestir skjólstæðingar okkar innfæddir. Verstu dæmin eru fjölskyldur þar sem báðir foreldrarnir eru atvinnulausir," segir Laura Tejedor, starfsmaður Rauða Krossins í Madríd.
Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira