Sport

Jakob Jóhann: Mitt lélegasta sund í áraraðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson.
Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/Valli
„Þetta var bara lélegt," sagði svekktur og niðurlútur Jakob Jóhann Sveinsson eftir keppni í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum í morgun.

„Ég bara steindrapst. Ég hef aldrei getað komist til baka í allan vetur og þegar ég fæ sýruna upp þá steindrepst ég bara," sagði hann.

Jakob segir að sundmenn verði að byggja upp sýruþol fyrir styttri vegalengdirnar. Það skorti hjá Jakobi.

„Við höfum ekki verið að vinna allt of mikið í sýrunni. Við höfum verið að vinna í langsundum og ég er orðinn rosa góður í að halda uppi þröskuldi."

„Ég væri örugglega mjög góður í 1000 m bringusundi en það er bara ekkert keppt í því," sagði hann og brosti.

„Það er erfitt að horfast í augu við þetta enda lélegasta sundið mitt í áraraðir. Alveg ótrúlegt, sérstaklega miðað við hvað mér leið vel."

„Æfingarnar hafa verið lélegar hjá mér í allan vetur og það hefur sitt að segja. Nú eru 200 metrarnir eftir og ætlaði ég ekki einu sinni að synda þá vegalengd. En ég komst inn."

„Ég hef ekki synt 200 metrana í nokkra mánuði og ætla ég bara að synda. Við sjáum svo til hvað gerist."

Jakob Jóhann: Mitt lélegasta sund í áraraðir

„Þetta var bara lélegt," sagði svekktur og niðurlútur Jakob Jóhann Sveinsson eftir keppni í 100 m bringusundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum í morgun.

„Ég bara steindrapst. Ég hef aldrei getað komist til baka í allan vetur og þegar ég fæ sýruna upp þá steindrepst ég bara," sagði hann.

Jakob segir að sundmenn verði að byggja upp sýruþol fyrir styttri vegalengdirnar. Það skorti hjá Jakobi.

„Við höfum ekki verið að vinna allt of mikið í sýrunni. Við höfum verið að vinna í langsundum og ég er orðinn rosa góður í að halda uppi þröskuldi."

„Ég væri örugglega mjög góður í 1000 m bringusundi en það er bara ekkert keppt í því," sagði hann og brosti.

„Það er erfitt að horfast í augu við þetta enda lélegasta sundið mitt í áraraðir. Alveg ótrúlegt, sérstaklega miðað við hvað mér leið vel."

„Æfingarnar hafa verið lélegar hjá mér í allan vetur og það hefur sitt að segja. Nú eru 200 metrarnir eftir og ætlaði ég ekki einu sinni að synda þá vegalengd. En ég komst inn."

„Ég hef ekki synt 200 metrana í nokkra mánuði og ætla ég bara að synda. Við sjáum svo til hvað gerist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×