Íslenski boltinn

Ólafsvíkur-Víkingar með tveggja stiga forskot á toppi 1. deildar karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
Guðmundur Steinn Hafsteinsson tryggði Víkingi Ólafsvík 2-1 heimasigur á Tindastól í dag og þar með tveggja stiga forskot á toppi 1. deildar karla í fótbolta. Haukar náðú á sama tíma aðeins markalausu jafntefli á móti Hetti á heimavelli en liðin voru efst og jöfn fyrir leiki dagsins.

Tindastóll komst í 1-0 í fyrri hálfleik í Ólafsvík en Guðmundur Steinn, sem lék áður með Val, jafnaði metin á 58. mínútu og skoraði síðan sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok.  Tindastóll lék manni færri frá 44. mínútu þegar Edvard Börkur Óttharsson fékk rauða spjaldið frá dómara leiksins.

Fjölnismenn komust í 1-0 á móti BÍ/Bolungarvík á Ísafirði en heimamenn jöfnuðu skömmu fyrir hlé og Mark Tubæk skoraði síðan úr vítaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Djúpsmenn skoruðu síðan í eigið mark í lokin og Grafarvogspiltar fóru með eitt stig heim.

Ólafsvíkur-Víkingar eru með 25 stig, Haukar hafa 23 stig og Fjölnismenn eru síðan í 3. sætinu með 22 stig.



Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í dag:

BÍ/Bolungarvík - Fjölnir 2-2

0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson (34.), 1-1 Andri Rúnar Bjarnason (44.), 2-1 Mark Tubæk, víti (78.), 2-2 Sjálfsmark (90.)

Víkingur Ó. - Tindastóll 2-1

0-1 Max Touloute (41.), 1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (58.), 2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (84.)

Haukar - Höttur 0-0

Upplýsingar um markaskorarar eru fengnar af vefsíðunni úrslit.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×