Bandaríski álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaáls, skilaði lítilsháttar tapi, eða tveimur milljónum dollara, á öðrum ársfjórðungi ársins. Til samanburðar var 322 milljóna dollara hagnaður af rekstri Alcoa á sama tímabili í fyrra.
Niðurstaðan í ár er þó mun betri en sérfræðingar höfðu vænst og hækkuðu hlutir í Alcoa á Wall Street í gærkvöldi.
Það sem veldur tapinu eru miklar verðlækkanir á áli, eða um 18%, á þessu ári miðað við árið í fyrra. Klaus Kleinfeld forstjóri Alcoa er þó bjartsýnn á framtíðina og segir að væntingar félagsins um 7% aukningu á eftirspurn eftir áli í ár standi áfram.
Lítilsháttar tap á rekstri Alcoa á öðrum ársfjórðungi
