Viðskipti erlent

Töluvert hægari hagvöxtur í Kína

Töluvert hefur hægt á hagvexti Kína en hann mældist 7,6% á öðrum ársfjórðungi ársins. Hefur hagvöxtur ekki verið minni þar í landi s.l. þrjú ár.

Stjórnvöld í Kína gera nú ráð fyrir að hagvöxturinn fyrir árið í heild muni verða 7,5%. Til samanburðar var hagvöxturinn 9,2% í fyrra og 10,4% árið 2010.

Kína stendur undir um fimmtungi af allri efnahagsframleiðslu heimsins um þessar mundir og hafa sérfræðingar því áhggjur af því að minni hagvöxtur þar í landi muni hægja á efnahagsbata heimsins í heild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×