Viðskipti erlent

Office 2013 opinberað

Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kynnti Office 2013 hugbúnaðarpakkann.
Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kynnti Office 2013 hugbúnaðarpakkann. mynd/AP
Nýjasta útgáfa Office hugbúnaðarpakkans verður sérsniðin að spjaldtölvum og snertiskjám. Loks verður hægt að vinna með PDF-skjöl að einhverju ráði en útlit og notendaviðmót uppfærslunnar tekur mið af Windows 8, væntanlegu stýrikerfi Microsoft.

Það var Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, sem kynnti Office 2013 uppfærsluna í San Francisco í dag.

Office er langstærsta tekjulind Microsoft. Rúmlega milljarður manna notar hugbúnaðarpakkann að staðaldri en um 90 prósent tölva nota forritin. Talið er að Office skili Microsoft rúmlega 15 milljörðum dollara á hverjum ári í tekjur, eða það sem nemur rúmlega 1.900 milljörðum króna.

Samskiptamöguleikar og gagnvirk tengsl við samskiptamiðla liggja til grundvallar Office 2013. Þannig mun fjöldi notenda geta unnið í sama skjali á mismunandi tölvum. Einnig verður hægt að hengja myndbönd við Word-skjöl.

Word, Outlook, Excel, OneNote og PowerPoint hafa öll tekið miklum breytingum frá síðustu uppfærslu.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um Office 2013 hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×