Móðir telpnanna leitar til dómstóla Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 2. júlí 2012 19:03 Móðir telpnanna þriggja, sem teknar voru með lögregluvaldi fyrir helgi, ætlar ásamt lögmanni sínum að leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvort aðgerðin hafi verið lögleg. Lögmaður föðurins segir Ísland skuldbundið alþjóðasáttmálum til að beita þessu neyðarúrræði. Fréttastofa hefur í dag rætt við ýmsa sem tengjast máli telpnanna þriggja sem teknar voru með lögregluvaldi af móður sinni á föstudag. Telpurnar flugu til Danmerkur í gær með dönskum föður sínum Kim Laursen. Kim og Hjördís Svan móðir þeirra hafa átt í hatrammri forræðisdeilu um börnin í á þriðja ár. Þeim var dæmt sameiginlegt forræði í Danmörku þann 16. janúar og tveimur dögum síðar flutti Hjördís til Íslands með dæturnar, án vitundar föðurins. Það var því í samræmi við dómsúrskurð hér sem dæturnar voru teknar af móður sinni á föstudaginn. Lögmaður Kim Laursens á Íslandi sagði í samtali við fréttastofu í dag - að sér fyndist hræðilegt að börn þurfi að ganga í gegnum svona aðgerð, en þetta sé neyðarúrræði. Íslendingar séu bundnir af lögum og alþjóðasamningum sem skyldi okkur til að beita þessu úrræði. Hún bendir á að það sé bæði skylda og réttur, þannig að Íslendingar í forsjárdeilum í útlöndum eigi líka rétt til að sækja börn sín með sama hætti ef brotið er á umgengni eða forsjá þeirra. Móðirin og lögmaður hennar efast um lögmæti aðgerðarinnar og ætla að leita til héraðsdómara til að fá skorið úr um lögmæti hennar. Sömuleiðis ætlar móðirin þá mótmæla atriðum í framkvæmd sýslumanns á vettvangi - en lögmaður hennar furðaði sig á því í hádegisfréttum okkar að barnaverndarnefnd Kópavogs hefði ekki kyrrsett börnin vegna nýrra gagna í málinu, sem lúta að ásökunum móður í garð föðurins. Barnaverndarnefnd Kópavogs ætlar ekki að tjá sig í dag en hyggst senda frá sér yfirlýsingu á morgun um málið. Fréttastofa hefur einnig undir höndum bréf sem Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður sendi á elleftu stundu til innanríkis- og velferðarráðherra um hádegisbil í gær, skömmu áður börnin voru flutt úr landi. Þar kveðst hann ekki skilja hvernig svo margir geti brugðist í einföldu máli, mistökin séu með ólíkindum og hann voni fyrir sitt litla líf að manndómur og kjarkur finnist á æðstu stöðum til að taka af skarið og kyrrsetja börnin á meðan málið sé rannsakað. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Móðir telpnanna þriggja, sem teknar voru með lögregluvaldi fyrir helgi, ætlar ásamt lögmanni sínum að leita til dómstóla til að fá úr því skorið hvort aðgerðin hafi verið lögleg. Lögmaður föðurins segir Ísland skuldbundið alþjóðasáttmálum til að beita þessu neyðarúrræði. Fréttastofa hefur í dag rætt við ýmsa sem tengjast máli telpnanna þriggja sem teknar voru með lögregluvaldi af móður sinni á föstudag. Telpurnar flugu til Danmerkur í gær með dönskum föður sínum Kim Laursen. Kim og Hjördís Svan móðir þeirra hafa átt í hatrammri forræðisdeilu um börnin í á þriðja ár. Þeim var dæmt sameiginlegt forræði í Danmörku þann 16. janúar og tveimur dögum síðar flutti Hjördís til Íslands með dæturnar, án vitundar föðurins. Það var því í samræmi við dómsúrskurð hér sem dæturnar voru teknar af móður sinni á föstudaginn. Lögmaður Kim Laursens á Íslandi sagði í samtali við fréttastofu í dag - að sér fyndist hræðilegt að börn þurfi að ganga í gegnum svona aðgerð, en þetta sé neyðarúrræði. Íslendingar séu bundnir af lögum og alþjóðasamningum sem skyldi okkur til að beita þessu úrræði. Hún bendir á að það sé bæði skylda og réttur, þannig að Íslendingar í forsjárdeilum í útlöndum eigi líka rétt til að sækja börn sín með sama hætti ef brotið er á umgengni eða forsjá þeirra. Móðirin og lögmaður hennar efast um lögmæti aðgerðarinnar og ætla að leita til héraðsdómara til að fá skorið úr um lögmæti hennar. Sömuleiðis ætlar móðirin þá mótmæla atriðum í framkvæmd sýslumanns á vettvangi - en lögmaður hennar furðaði sig á því í hádegisfréttum okkar að barnaverndarnefnd Kópavogs hefði ekki kyrrsett börnin vegna nýrra gagna í málinu, sem lúta að ásökunum móður í garð föðurins. Barnaverndarnefnd Kópavogs ætlar ekki að tjá sig í dag en hyggst senda frá sér yfirlýsingu á morgun um málið. Fréttastofa hefur einnig undir höndum bréf sem Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður sendi á elleftu stundu til innanríkis- og velferðarráðherra um hádegisbil í gær, skömmu áður börnin voru flutt úr landi. Þar kveðst hann ekki skilja hvernig svo margir geti brugðist í einföldu máli, mistökin séu með ólíkindum og hann voni fyrir sitt litla líf að manndómur og kjarkur finnist á æðstu stöðum til að taka af skarið og kyrrsetja börnin á meðan málið sé rannsakað.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira