Segja bresk yfirvöld hafa þrýst á um að lækka vaxtaálag Barclays Magnús Halldórsson skrifar 3. júlí 2012 22:54 Bob Diamond. Bob Diamond, sem sagði af sér sem forstjóri Barclays bankans í dag, hefur nú lagt fram skjöl, sem innihalda meðal annars samskipti milli starfsmanna Barclays og Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, frá árinu 2008 þar sem meðal annars er rætt um leiðir til þess að lækka vaxtaálag Barclays bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Barclays bankinn birti á vefsíðu bankans seinni partinn í dag. Er meðal annars vitnað til samtals í síma milli Diamond og Paul Tucker, eins og framkvæmdastjórum Englandsbanka, frá 29. október. Í tölvupósti, sem hefur verið birtur á BBC, segir að Tucker hafi gefið í skyn að hann væri undir þrýstingi frá nokkrum háttsettum mönnum innan breska stjórnarráðsins, sem gæfu til kynna að þyrfti, með öllum ráðum, að ná vaxtaálaginu niður. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram að bankinn sé ekki með þessu að afaska aðgerðir bankans sem leiddu til þess að hann var sektaður af breska fjármálaeftirlitinu um 290 milljónir punda, eða sem nemur 57 milljörðum króna. „Þetta hefði aldrei átt að eiga sér stað," segir í yfirlýsingunni. Þá er jafnframt gefið í skyn að ráðherrar í bresku ríkisstjórninni, undir forystu þáverandi forsætisráðherra Gordon Brown, hafi vitað af stöðu mála og seðlabankinn hafi verið undir þrýstingi um að draga úr vaxtaálagi á Barclays, sem var einn mikilvægasti breski Bankinn, og er enn. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að blaðamenn BBC hafi séð skjöl sem bendi til tengsla við ríkisstjórnina. Lögbrotin sem forsvarsmenn Barclays hafa viðurkennt og greitt sekt vegna, voru framin á miklum titringstíma á mörkuðum, í október 2008, þegar meðal annars íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, féllu hver af öðrum dagana 7. til 9. október. Aðgerðirnar bankans voru til þess fallnar að falsa vaxtaálag á fjámögnun bankans og þar með draga upp ranga mynd af stöðu hans fyrir fjárfestum á markaði. Sjá má yfirlýsingu Barclays bankans hér, en Bob Diamond mun koma fyrir breska þingnefnd á morgun sem hefur vaxtasvindl bankans til umfjöllunar. Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bob Diamond, sem sagði af sér sem forstjóri Barclays bankans í dag, hefur nú lagt fram skjöl, sem innihalda meðal annars samskipti milli starfsmanna Barclays og Seðlabanka Bretlands, Englandsbanka, frá árinu 2008 þar sem meðal annars er rætt um leiðir til þess að lækka vaxtaálag Barclays bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Barclays bankinn birti á vefsíðu bankans seinni partinn í dag. Er meðal annars vitnað til samtals í síma milli Diamond og Paul Tucker, eins og framkvæmdastjórum Englandsbanka, frá 29. október. Í tölvupósti, sem hefur verið birtur á BBC, segir að Tucker hafi gefið í skyn að hann væri undir þrýstingi frá nokkrum háttsettum mönnum innan breska stjórnarráðsins, sem gæfu til kynna að þyrfti, með öllum ráðum, að ná vaxtaálaginu niður. Í yfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram að bankinn sé ekki með þessu að afaska aðgerðir bankans sem leiddu til þess að hann var sektaður af breska fjármálaeftirlitinu um 290 milljónir punda, eða sem nemur 57 milljörðum króna. „Þetta hefði aldrei átt að eiga sér stað," segir í yfirlýsingunni. Þá er jafnframt gefið í skyn að ráðherrar í bresku ríkisstjórninni, undir forystu þáverandi forsætisráðherra Gordon Brown, hafi vitað af stöðu mála og seðlabankinn hafi verið undir þrýstingi um að draga úr vaxtaálagi á Barclays, sem var einn mikilvægasti breski Bankinn, og er enn. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að blaðamenn BBC hafi séð skjöl sem bendi til tengsla við ríkisstjórnina. Lögbrotin sem forsvarsmenn Barclays hafa viðurkennt og greitt sekt vegna, voru framin á miklum titringstíma á mörkuðum, í október 2008, þegar meðal annars íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, féllu hver af öðrum dagana 7. til 9. október. Aðgerðirnar bankans voru til þess fallnar að falsa vaxtaálag á fjámögnun bankans og þar með draga upp ranga mynd af stöðu hans fyrir fjárfestum á markaði. Sjá má yfirlýsingu Barclays bankans hér, en Bob Diamond mun koma fyrir breska þingnefnd á morgun sem hefur vaxtasvindl bankans til umfjöllunar.
Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira