Formúla 1

Tapaði auga í æfingaslysi

Birgir Þór Harðarson skrifar
Maria de Villota tapaði hægra auga þegar hún lenti í slysi á þriðjudag.
Maria de Villota tapaði hægra auga þegar hún lenti í slysi á þriðjudag. nordicphotos/afp
Maria de Villota hefur tapað hægra auga eftir að hafa lent í slysi við reynsluakstur Marussia liðsins í Formúlu 1. Hún hefur starfað sem tilraunaökuþór liðsins síðan í mars.

De Villota hafði í raun lokið reynsluakstrinum á þriðjudag og var að koma bílnum fyrir meðal vélvirkjana þegar hún missti stjórn á honum. Bíllinn rann stjórnlaust á liftupall flutningabíls. Hún slasaðist töluvert á höfði við áreksturinn og var flutt í flýti á sjúkrahús.

John Booth, liðstjóri Marussia, segir víðtæka rannsókn á tildrögum slyssins þegar hafna. Líðan Mariu er alvarleg en stöðug þar sem hún liggur á sjúkrahúsi í Cambridge.

"Við erum þakklát fyrir þá læknisaðstoð sem hún fékk á skömmum tíma eftir slysið," sagði Booth. "Bati hennar verður okkar helsta markmið."

Maria de Villota er 32 ára spænskur ökumaður. Hún ók fyrst Formúlu 1 bíl í fyrra þegar Lotus liðið gaf henni tækifæri. Ólíklegt var talið að hún myndi á endanum hljóta þann heiður að verða fyrsta konan sem keppir í Formúlu 1 síðan 1976.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×