Fótbolti

Gunnar Heiðar skoraði í sigri | Ari Freyr í sigurliði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Heiðar fékk að líta gult spjald í leiknum í dag. Hér fær japanskur landsliðsmaður að finna fyrir því.
Gunnar Heiðar fékk að líta gult spjald í leiknum í dag. Hér fær japanskur landsliðsmaður að finna fyrir því. Nordicphotos/AFP
Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom Norrköping á bragðið í 2-0 útisigri á Mjällby í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gunnar Heiðar skoraði markið strax á 13. mínútu og gestirnir leiddu í hálfleik. Þeir bættu svo við marki í upphafi síðari hálfleiks og tryggðu sér sætan sigur í baráttuleik.

Gunnari Heiðari var skipt af velli um miðjan síðari hálfleikinn. Leikmanni Mjällby var vikið af velli undir lok fyrri hálfleiks sem vafalítið kom sér vel fyrir Norrköping.

Norrköping situr eftir leiki dagsins í 4-6. sæti deildarinnar. Gunnar Heiðar hefur skorað sex mörk í leikjunum þrettán.

Ari Freyr Skúlason lék allan tímann á miðjunni með Sundsvall sem vann 2-1 útisigur á Häcken. Ari Freyr og félagar eru einnig í 4.-6. sæti deildarinnar en með betri markatölu en Norrköping.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×