Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hríðlækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðlækkað síðan í gærkvöldi eða um 3%. Verðið hefur ekki verið læga síðan í október í fyrra.

Þannig er tunnan af Brent olíunni komin niður í rúman 91 dollar á tunnuna og verðið á bandarísku léttolíunni er komið niður í tæpa 82 dollara. Verðið á Brentolíunni hefur ekki verið lægra síðan í desember 2010.

Ástæðan fyrir þessum verðlækkunum eru óvæntar upplýsingar um birgðastöðuna í Bandaríkjunum. Þær sýna að hráolíubrigðir þar í landi jukust um tæplega 3 milljónir tonna í síðustu viku en sérfræðingar höfðu reiknað með að þær myndu minnka um 600.000 tunnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×