Franska flugfélagið Air France hyggst segja upp fimm þúsund starfsmönnum á næstunni en aðgerðirnar verða að fullu komnar til framkvæmda fyrir lok árs 2013, að því er segir á vefsíðu Wall Street Journal. Þetta jafngildir um 10 prósent af heildarstarfsmannafjölda flugfélagsins. Rekstur flugfélaga hefur ekki gengið vel undanfarin misseri, og hefur gengi hlutabréfa í flugfélögum lækkað á mörkuðum víðast hvar undanfarið ár. Tap Air France á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 368 milljónum evra, eða sem nemur um 60 milljörðum króna.
Viðskipti erlent