Lokamálflutningur að hefjast í máli Breivik 21. júní 2012 10:32 Breivik hefur viðurkennt að hafa banað fólkinu mynd/afp Réttarhöldunum yfir Anders Breivik fer nú senn að ljúka. Ríkissaksóknarar Svein Holden og Inga Bejer Engh munu í dag hefja loka málflutning í máli Anders Breivik og færa rök fyrir sekt hans. Þau munu byggja mál sitt á geðrannsóknum sem voru framkvæmdar á hinum 33 ára gamla öfga hægri manni, en niðurstöður geðrannsókna hafa strítt í mótsögn við hvor aðra. Í formlegu kærunni, sem lögð var fram í mars, þar sem Breivik var ákærður fyrir hryðjuverk, kröfðust saksóknararnir tveir að hann yrði lagður á geðdeild en héldu þeim möguleika opnum að geta skipt um skoðun ef nýjar upplýsingar um hans geðheilsu kæmu á yfirborðið. Á þeim tíma höfðu þau einungis upplýsingar um eina geðrannsókn sem framkvæmd hafði verið á þeim tíma þar sem Breivik var greindur með geðklofa og þar með væri hann ekki ábyrgur fyrir eigin gjörðum. Niðurstaða þessarar geðrannsóknar olli miklu uppnámi í Noregi þar sem margir voru gáttaður á því að maðurinn sem hafði eytt árum í að skipuleggja tvíbura árásirnar á laun, yrði ekki haldinn ábyrgur fyrir gjörðum sínum. Héraðsdómurinn í Osló fékk þá annað álit sem stóð í mótsögn við fyrri rannsókn, og var hann þar talinn heill á geði, sem staðfest var af fleiri sálfræðingum sem voru viðstaddir réttarhöldunum og fylgdust með framferði hans á meðan á þeim stóð. Allir þessir sérfræðingar voru sammála um það að Breivik þjáist ekki af geðveilu, heldur persónuleikaröskun, sem þýðir að hann er sakhæfur. Breivik hefur gefið yfirlýsingu þess efnis að hann vilji vera greindur heill á geði til þess að hans and-íslamska hugmyndafræði yrði ekki afskrifuð sem geðröskun en hann hefur sagt að þau örlög yrðu "verri en dauði". Ef talinn sakhæfur á hann yfir höfði sér möguleika á hámarks fangelsistíma í Noregi sem eru 21 ár. Það er refsing með möguleika á framlenginu ef hann verður enn talinn ógn við samfélagið að afplánunni lokinni. Ef hann verður talinn geðsjúkur gæti hann dvalið ævilangt á geðdeild. Til þess að geta sent hann í fangelsi verður dómari að telja hann heilan á geði "yfir skynsamlegan vafa" sem er lögfræði hugtak sem erfitt er að skilgreina. Lokaávarp ríkissaksóknara er því mikilvægur partur í því að leggja áherslu eða að eyða þeim efa. Þann 22. júlí, kom Breivik fyrir sprengju í bíl fyrir utan þingið í Osló þar sem átta manns létust, áður en hann silgdi til Útey, þar sem hann eyddi yfir klukkustund að skjóta á unglinga sem leiddi til dauða 69 þeirra. Fórnarlömbin voru þar í sumarbúðum sem skipulögð voru að samtökum ungmanna í Verkamannaflokknum. Breivik hefur borið vitni í réttinum þess efnis að gjörðir hans voru "illkvittnar en nauðsynlegar" til þess að sporna við innflutningi annara menningastrauma í landið og innrás múslima. Réttarhöldunum, sem hófust þann 16. apríl, lýkur á morgun með lokaávarpi verjanda Breivik. Búist er við að þau krefjist þess að hann verði sýknaður enda halda þau fram að hann sé saklaus, þrátt fyrir að hann hafi viðurkennt allar sínar gjörðir. Búist er við að rétturinn í Olsó muni kveða á í málinu annað hvort þann 20. júlí eða þann 24. ágúst nk. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Réttarhöldunum yfir Anders Breivik fer nú senn að ljúka. Ríkissaksóknarar Svein Holden og Inga Bejer Engh munu í dag hefja loka málflutning í máli Anders Breivik og færa rök fyrir sekt hans. Þau munu byggja mál sitt á geðrannsóknum sem voru framkvæmdar á hinum 33 ára gamla öfga hægri manni, en niðurstöður geðrannsókna hafa strítt í mótsögn við hvor aðra. Í formlegu kærunni, sem lögð var fram í mars, þar sem Breivik var ákærður fyrir hryðjuverk, kröfðust saksóknararnir tveir að hann yrði lagður á geðdeild en héldu þeim möguleika opnum að geta skipt um skoðun ef nýjar upplýsingar um hans geðheilsu kæmu á yfirborðið. Á þeim tíma höfðu þau einungis upplýsingar um eina geðrannsókn sem framkvæmd hafði verið á þeim tíma þar sem Breivik var greindur með geðklofa og þar með væri hann ekki ábyrgur fyrir eigin gjörðum. Niðurstaða þessarar geðrannsóknar olli miklu uppnámi í Noregi þar sem margir voru gáttaður á því að maðurinn sem hafði eytt árum í að skipuleggja tvíbura árásirnar á laun, yrði ekki haldinn ábyrgur fyrir gjörðum sínum. Héraðsdómurinn í Osló fékk þá annað álit sem stóð í mótsögn við fyrri rannsókn, og var hann þar talinn heill á geði, sem staðfest var af fleiri sálfræðingum sem voru viðstaddir réttarhöldunum og fylgdust með framferði hans á meðan á þeim stóð. Allir þessir sérfræðingar voru sammála um það að Breivik þjáist ekki af geðveilu, heldur persónuleikaröskun, sem þýðir að hann er sakhæfur. Breivik hefur gefið yfirlýsingu þess efnis að hann vilji vera greindur heill á geði til þess að hans and-íslamska hugmyndafræði yrði ekki afskrifuð sem geðröskun en hann hefur sagt að þau örlög yrðu "verri en dauði". Ef talinn sakhæfur á hann yfir höfði sér möguleika á hámarks fangelsistíma í Noregi sem eru 21 ár. Það er refsing með möguleika á framlenginu ef hann verður enn talinn ógn við samfélagið að afplánunni lokinni. Ef hann verður talinn geðsjúkur gæti hann dvalið ævilangt á geðdeild. Til þess að geta sent hann í fangelsi verður dómari að telja hann heilan á geði "yfir skynsamlegan vafa" sem er lögfræði hugtak sem erfitt er að skilgreina. Lokaávarp ríkissaksóknara er því mikilvægur partur í því að leggja áherslu eða að eyða þeim efa. Þann 22. júlí, kom Breivik fyrir sprengju í bíl fyrir utan þingið í Osló þar sem átta manns létust, áður en hann silgdi til Útey, þar sem hann eyddi yfir klukkustund að skjóta á unglinga sem leiddi til dauða 69 þeirra. Fórnarlömbin voru þar í sumarbúðum sem skipulögð voru að samtökum ungmanna í Verkamannaflokknum. Breivik hefur borið vitni í réttinum þess efnis að gjörðir hans voru "illkvittnar en nauðsynlegar" til þess að sporna við innflutningi annara menningastrauma í landið og innrás múslima. Réttarhöldunum, sem hófust þann 16. apríl, lýkur á morgun með lokaávarpi verjanda Breivik. Búist er við að þau krefjist þess að hann verði sýknaður enda halda þau fram að hann sé saklaus, þrátt fyrir að hann hafi viðurkennt allar sínar gjörðir. Búist er við að rétturinn í Olsó muni kveða á í málinu annað hvort þann 20. júlí eða þann 24. ágúst nk.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira