Viðskipti erlent

Smásala eykst um 1,4 prósent í Bretlandi

Oft er líflegt um að litast á Oxford Street, langsamlega stærstu verslunargötu Bretlands. Sala í búðum við þá götu ræður miklu um hvernig smásala í Bretlandi gengur.
Oft er líflegt um að litast á Oxford Street, langsamlega stærstu verslunargötu Bretlands. Sala í búðum við þá götu ræður miklu um hvernig smásala í Bretlandi gengur.
Smásalan í Bretlandi tók kipp upp á við í maí frá fyrra ári um 1,4 prósent. Þetta voru töluvert jákvæðara fregnir en búist hafði verið við, að því er greint er frá í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Greinendur höfðu gert ráð fyrir ríflega eins prósents vexti. Smásala er mikilvægur hluti af breska hagkerfinu, ekki síst þegar kemur að því að skapa störf. Atvinnuleysi í Bretlandi er nú 8,2 prósent hefur verið þokast hægt niður á við undanfarna mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×