Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir tapa bæði fylgi í nýrri könnun Gallup sem gerð var fyrir RÚV. Þá bæta Ari Trausti Guðmundsson og Herdís Þorgeirsdóttir við sig fylgi.
Ólafur Ragnar er enn með mest fylgi samkvæmt könnuninni eða 44.8 prósent. Þá mælist fylgi Þóru 37 prósent.
Fylgi Ara Trausta er 10.5 prósent á meðan Herdís Þorgeirsdóttir mælist með 5.3 prósent fylgi.
Andrea J. Ólafsdóttir og Hannes Bjarnason reka síðan lestina með 1.6 og 0.8 prósent fylgi.
Könnunin var gerð dagana 14. til 20. júní. Svarhlutfall var 58.5 prósent en alls lentu 1.350 í úrtakinu. Þá tóku 82 prósent afstöðu til frambjóðendanna.
Innlent