Viðskipti erlent

Moody's lækkar lánshæfismat 15 banka

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat 15 alþjóðlegra banka. Var þetta gert eftir lokun viðskiptamarkaða í Bandaríkjunum í dag.

Á meðal þeirra fjárfestingabanka sem hafa fengið lækkun lánshæfismats eru Bank of America, Citigroup, Goldman Sachs, JP MOrgan, Morgan Stanley. Þá var lánshæfi evrópskra banka einnig lækkað en á meðal þeirra eru Deutsche Bank og Credit Suisse.

Mikil lækkun varð á virði hlutbréfa í Bandaríkjunum í dag eða um tvö prósent. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur spáð minnkandi hagvexti á næstu misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×